Markús segir frá
6 Hann fór þaðan og kom í heimabyggð sína+ og lærisveinarnir fylgdu honum. 2 Á hvíldardeginum kenndi hann í samkunduhúsinu og flestir sem hlustuðu á hann voru agndofa og sögðu: „Hvar hefur maðurinn lært þetta?+ Hvernig skyldi hann hafa fengið þessa visku og af hverju getur hann unnið slík máttarverk?+ 3 Er þetta ekki smiðurinn,+ sonur Maríu+ og bróðir Jakobs,+ Jósefs, Júdasar og Símonar?+ Og eru ekki systur hans hérna hjá okkur?“ Og þeir höfnuðu honum. 4 En Jesús sagði við þá: „Spámaður er alls staðar mikils metinn nema í heimabyggð sinni, meðal ættingja sinna og á eigin heimili.“+ 5 Hann gat því ekki gert nein máttarverk þar nema að leggja hendur yfir fáeina veika og lækna þá. 6 Hann furðaði sig á vantrú þeirra. Og hann fór um þorpin þar í kring og kenndi.+
7 Hann kallaði nú til sín þá tólf, sendi þá út tvo og tvo+ og gaf þeim vald yfir óhreinu öndunum.+ 8 Hann sagði þeim líka að taka ekkert með til ferðarinnar nema staf – hvorki brauð, nestispoka né peninga* í beltum sínum.+ 9 Þeir áttu að vera í sandölum en ekki hafa með sér föt til skiptanna.* 10 Hann sagði líka við þá: „Þegar þið komið inn á heimili skuluð þið dvelja þar þangað til þið leggið af stað aftur.+ 11 Ef ekki er tekið á móti ykkur einhvers staðar eða hlustað á ykkur skuluð þið hrista rykið af fótum ykkar þegar þið farið, fólkinu til viðvörunar.“+ 12 Síðan lögðu þeir af stað og boðuðu að fólk ætti að iðrast.+ 13 Þeir ráku út marga illa anda+ og báru olíu á marga sem voru veikir og læknuðu þá.
14 Heródes konungur frétti þetta enda var nafn Jesú orðið þekkt. Fólk sagði: „Jóhannes skírari er risinn upp frá dauðum og þess vegna getur hann unnið máttarverk.“+ 15 Aðrir sögðu: „Þetta er Elía.“ Og enn aðrir sögðu: „Hann er spámaður eins og spámennirnir til forna.“+ 16 En þegar Heródes heyrði þetta sagði hann: „Þessi Jóhannes sem ég lét hálshöggva, hann er risinn upp.“ 17 Heródes hafði sjálfur sent menn til að handtaka Jóhannes, fjötra hann og varpa í fangelsi vegna Heródíasar, eiginkonu Filippusar bróður síns. Heródes hafði gifst henni+ 18 en Jóhannes hafði margsinnis sagt við hann: „Þú hefur ekki leyfi til að eiga konu bróður þíns.“+ 19 Þess vegna hataði Heródías hann og vildi drepa hann. En hún gat það ekki 20 því að Heródes óttaðist Jóhannes og verndaði hann þar sem hann vissi að hann var réttlátur og heilagur maður.+ Eftir að hafa hlustað á hann var hann mjög ráðvilltur en samt hlustaði hann gjarnan á hann aftur.
21 En nú rann upp hentugur dagur þegar Heródes bauð háttsettum embættismönnum sínum, herforingjum og merkismönnum Galíleu til kvöldverðar á afmælisdegi sínum.+ 22 Dóttir Heródíasar kom inn og dansaði, Heródesi og gestum hans til mikillar ánægju. Konungur sagði við stúlkuna: „Þú mátt biðja mig um hvað sem þú vilt og ég skal gefa þér það.“ 23 Já, hann sór henni eið: „Ég skal gefa þér hvað sem þú biður mig um, allt að helming ríkis míns.“ 24 Hún fór út og spurði móður sína: „Um hvað ætti ég að biðja?“ Hún svaraði: „Höfuð Jóhannesar skírara.“ 25 Stúlkan flýtti sér inn til konungs og bar fram bón sína: „Ég vil að þú gefir mér þegar í stað höfuð Jóhannesar skírara á fati.“+ 26 Konungur varð mjög hryggur en vildi ekki neita henni um þetta vegna eiðsins og gesta sinna. 27 Konungur sendi því lífvörð án tafar og skipaði honum að koma með höfuð Jóhannesar. Hann fór og hjó höfuðið af Jóhannesi í fangelsinu 28 og kom með það á fati. Hann færði stúlkunni það og hún móður sinni. 29 Þegar lærisveinar hans fréttu þetta komu þeir, tóku lík hans og lögðu það í gröf.
30 Postularnir komu aftur til Jesú og sögðu honum frá öllu sem þeir höfðu gert og kennt.+ 31 Hann sagði við þá: „Komið með mér á óbyggðan stað þar sem við getum verið einir og þið getið hvílt ykkur aðeins.“+ Fjöldi fólks var að koma og fara svo að þeir höfðu ekki einu sinni næði til að borða. 32 Þeir fóru þá á bátnum á óbyggðan stað til að vera einir.+ 33 En fólk sá þá fara og margir fréttu það og fólk úr öllum borgunum hljóp þangað og var komið á undan þeim. 34 Þegar hann steig á land sá hann mikinn mannfjölda. Hann kenndi í brjósti um fólkið+ því að það var eins og sauðir án hirðis+ og hann fór að kenna því margt.+
35 Nú var langt liðið á daginn og lærisveinarnir komu til hans og sögðu: „Þetta er afskekktur staður og það er orðið áliðið.+ 36 Sendu fólkið burt svo að það geti komist í sveitina og þorpin í kring og keypt sér eitthvað að borða.“+ 37 Hann svaraði þeim: „Þið getið gefið því að borða.“ Þeir sögðu þá við hann: „Eigum við að fara og kaupa brauð fyrir 200 denara* og gefa fólkinu að borða?“+ 38 Hann spurði þá: „Hvað eruð þið með mörg brauð? Kannið málið.“ Þeir gerðu það og sögðu: „Fimm brauð og tvo fiska.“+ 39 Hann sagði þá öllu fólkinu að skipta sér í hópa og setjast í grængresið.+ 40 Fólkið settist þá í 100 manna og 50 manna hópum. 41 Hann tók nú brauðin fimm og fiskana tvo, leit til himins og fór með bæn.+ Síðan braut hann brauðin og rétti lærisveinunum til að gefa fólkinu og hann skipti fiskunum tveim milli allra. 42 Allir borðuðu og urðu saddir. 43 Þeir tóku saman brauðbitana sem voru eftir og fylltu 12 körfur, auk leifanna af fiskinum.+ 44 Það voru 5.000 karlmenn sem borðuðu brauðið.
45 Síðan sagði hann lærisveinum sínum að fara tafarlaust um borð í bátinn og fara á undan yfir vatnið í átt að Betsaídu á meðan hann sendi mannfjöldann burt.+ 46 Eftir að hafa kvatt fór hann upp á fjall til að biðjast fyrir.+ 47 Þegar komið var kvöld var báturinn á miðju vatninu en Jesús var einn í landi.+ 48 Hann sá að róðurinn var þeim þungur því að þeir höfðu mótvind. Hann kom þá í átt til þeirra um fjórðu næturvöku,* gangandi á vatninu, en virtist ætla* fram hjá þeim. 49 Þegar þeir sáu hann ganga á vatninu hugsuðu þeir: „Þetta er andi!“ Og þeir æptu upp yfir sig. 50 Þeir sáu hann allir og urðu skelkaðir. En hann sagði strax við þá: „Verið rólegir. Þetta er ég, verið ekki hræddir.“+ 51 Síðan steig hann upp í bátinn til þeirra og vindinn lægði. Þeir urðu agndofa 52 því að þeir höfðu ekki skilið hvað það merkti sem gerðist með brauðin og hjörtu þeirra voru enn skilningssljó.
53 Þegar þeir voru komnir yfir vatnið lögðu þeir bátnum við akkeri í grennd við Genesaret.+ 54 En fólk þekkti hann um leið og þeir stigu úr bátnum. 55 Það hljóp um allt héraðið og sótti sjúka og kom með þá á börum þangað sem það hafði heyrt að hann væri. 56 Hvar sem hann kom í þorp, borgir eða sveitir lögðu menn sjúka á markaðstorgin og þeir sárbændu hann að fá rétt að snerta kögrið á yfirhöfn hans.+ Og allir sem snertu það læknuðust.