Sefanía
3 Illa fer fyrir þessari uppreisnargjörnu og spilltu borg sem kúgar þegna sína!+
2 Hún hlustar ekki á neinn+ og þiggur ekki ögun.+
Hún treystir ekki á Jehóva+ og nálgast ekki Guð sinn.+
Þeir skilja ekki eftir ónagað bein til morguns.
4 Spámenn hennar eru ósvífnir og svikulir.+
5 Jehóva er réttlátur og býr í borginni,+ hann gerir ekkert rangt.
Á hverjum morgni birtir hann dóma sína,+
það bregst ekki frekar en dagsbirtan.
En hinn rangláti kann ekki að skammast sín.+
6 „Ég útrýmdi þjóðum, turnar* þeirra voru brotnir niður.
Ég lagði stræti þeirra í eyði svo að enginn fór þar um.
Borgir þeirra voru lagðar í rúst, þær eru mannlausar, enginn býr þar.+
7 Ég sagði: ‚Bara að þú myndir óttast mig og þiggja ögun.‘*+
En þeim var enn meira í mun að gera það sem er illt.+
8 ‚Bíðið mín því með eftirvæntingu,‘*+ segir Jehóva,
‚þar til dagurinn kemur að ég tek herfang*
því að ég hef ákveðið að safna saman þjóðum, stefna saman konungsríkjum
og úthella yfir þau bræði minni, allri minni logandi heift.+
Öll jörðin eyðist í brennandi reiði minni.+
9 Þá mun ég gefa þjóðunum hreint tungumál
svo að þær geti allar ákallað nafn Jehóva
10 Frá fljótasvæði Eþíópíu
koma þeir sem biðja til mín, dreifðir þjónar mínir, dóttir mín, og færa mér gjöf.+
11 Þann dag þarftu ekki að skammast þín
fyrir öll verk þín þegar þú gerðir uppreisn gegn mér+
því að þá mun ég fjarlægja hrokafulla gortara sem eru hjá þér.
Þú verður aldrei aftur hrokafull á heilögu fjalli mínu.+
12 Ég leyfi þeim sem eru hógværir og lítillátir að vera um kyrrt í þér+
og þeir munu leita hælis í nafni Jehóva.
13 Þeir sem verða eftir af Ísrael+ viðhafa ekkert ranglæti,+
þeir fara ekki með lygar og svikul tunga mun ekki finnast í munni þeirra.
Þeir verða á beit og leggjast til hvíldar og enginn hræðir þá.“+
14 Hrópaðu af gleði, dóttirin Síon!
Rektu upp siguróp, Ísrael!+
Gleðstu og fagnaðu af öllu hjarta, dóttirin Jerúsalem!+
Jehóva konungur Ísraels er með þér.+
Þú þarft ekki að óttast neina ógæfu framar.+
16 Á þeim degi verður sagt við Jerúsalem:
17 Jehóva Guð þinn er með þér.+
Hann er máttugur og bjargar þér.
Hann gleðst og fagnar yfir þér.+
Hann er hljóður* í kærleika sínum.
Hann fagnar yfir þér með gleðiópum.
18 Ég safna saman þeim sem harma að hafa ekki sótt hátíðir þínar.+
Þeir voru fjarri þér vegna smánarinnar sem hvíldi á þeim.+
19 Á þeim tíma læt ég til skarar skríða gegn öllum sem kúga þig.+
Ég læt þá hljóta lof og góðan orðstír*
í öllum þeim löndum þar sem þeir voru smánaðir.
20 Á þeim tíma flyt ég ykkur heim,
þá safna ég ykkur saman.