Síðari Kroníkubók
15 Andi Guðs kom yfir Asarja Ódeðsson. 2 Þá fór hann til að hitta Asa og sagði: „Hlustið á mig, Asa og allur Júda og Benjamín! Jehóva er með ykkur svo framarlega sem þið eruð með honum+ og ef þið leitið hans lætur hann ykkur finna sig.+ En ef þið yfirgefið hann yfirgefur hann ykkur.+ 3 Ísrael var lengi án hins sanna Guðs, án presta sem kenndu og án laga.+ 4 En þegar þeir voru í vanda staddir sneru þeir aftur til Jehóva Guðs Ísraels og leituðu hans og hann lét þá finna sig.+ 5 Á þeim tíma gat enginn ferðast öruggur um* því að mikil ólga ríkti meðal allra íbúa héraðanna. 6 Þjóð barðist við þjóð og borg við borg því að Guð olli ringulreið meðal þeirra með alls konar erfiðleikum.+ 7 En verið hugrakkir og látið ykkur ekki fallast hendur+ því að ykkur verður launað fyrir það sem þið leggið á ykkur.“
8 Þegar Asa heyrði þessi orð og spádóm Ódeðs spámanns herti hann upp hugann og fjarlægði viðbjóðslegu skurðgoðin úr öllu landi Júda+ og Benjamíns og úr borgunum sem hann hafði unnið í fjalllendi Efraíms. Hann lagfærði einnig altari Jehóva sem var fyrir framan forsal Jehóva.+ 9 Síðan kallaði hann saman allan Júda og Benjamín og þá af ættkvíslum Efraíms, Manasse og Símeons sem voru aðfluttir,+ en margir höfðu yfirgefið Ísrael og slegist í lið með honum þegar þeir sáu að Jehóva Guð hans var með honum. 10 Þeir söfnuðust saman í Jerúsalem í þriðja mánuði 15. stjórnarárs Asa. 11 Þann dag færðu þeir Jehóva fórnir af herfanginu sem þeir höfðu tekið: 700 naut og 7.000 sauði. 12 Þeir gengust einnig undir sáttmála um að leita Jehóva, Guðs forfeðra sinna, af öllu hjarta og allri sál.*+ 13 Ef einhver leitaði ekki Jehóva Guðs Ísraels átti að taka hann af lífi, hvort sem hann var ungur eða gamall,* karl eða kona.+ 14 Þeir unnu Jehóva eið með hárri röddu, með fagnaðarópum og lúðra- og hornablæstri. 15 Allir Júdamenn glöddust yfir eiðnum því að þeir höfðu gengist undir hann af öllu hjarta. Þeir leituðu Jehóva fullir ákafa og hann lét þá finna sig+ og veitti þeim frið allt um kring.+
16 Asa konungur svipti jafnvel Maöku+ ömmu sína konungsmóðurtign sinni því að hún hafði gert ógeðfellt skurðgoð til að nota við tilbeiðslu helgistólpans.*+ Asa hjó skurðgoðið niður, muldi það og brenndi í Kedrondal.+ 17 En fórnarhæðirnar í Ísrael fengu að standa.+ Engu að síður var hjarta Asa óskipt alla ævi hans.+ 18 Hann flutti í hús hins sanna Guðs munina sem hann og faðir hans höfðu helgað – silfur, gull og ýmiss konar áhöld.+ 19 Ekkert stríð var háð fyrr en á 35. stjórnarári Asa.+