Önnur Mósebók
23 Þú skalt ekki breiða út ósannar sögur.+ Leggðu ekki illmennum lið með því að bera viljandi ljúgvitni.+ 2 Þú skalt ekki fylgja fjöldanum til vondra verka og þú skalt ekki hagræða sannleikanum til að þóknast fjöldanum þegar þú vitnar fyrir dómi. 3 Þú skalt ekki vera hlutdrægur í máli fátæks manns.+
4 Ef þú rekst á naut óvinar þíns eða asna sem hefur villst skaltu færa honum skepnuna.+ 5 Ef þú sérð að asni manns sem hatar þig hefur kiknað undan byrðinni skaltu ekki láta hann afskiptalausan og ganga burt heldur hjálpa manninum að losa byrðina af skepnunni.+
6 Þú mátt ekki fella ranglátan dóm í máli fátæks manns.+
7 Komdu ekki nálægt falskri ákæru* og stuðlaðu ekki að dauða hins saklausa og réttláta því að ég lýsi ekki illan mann réttlátan.*+
8 Þú skalt ekki þiggja mútur því að mútur blinda skarpskyggna menn og geta komið réttlátum manni til að breyta ákvörðun sinni.+
9 Þú skalt ekki kúga útlending. Þið vitið hvernig það er að vera útlendingur* því að þið bjugguð sem útlendingar í Egyptalandi.+
10 Þú átt að sá í land þitt og safna uppskerunni í sex ár.+ 11 En sjöunda árið áttu að láta það óræktað og hvíla það. Hinir fátæku meðal þjóðar þinnar mega borða það sem vex og villtu dýrin mega éta það sem eftir er. Eins skaltu fara með víngarð þinn og ólívulund.
12 Sex daga áttu að sinna verkum þínum en sjöunda daginn áttu ekki að vinna. Þá geta naut þitt og asni hvílst og sonur ambáttar þinnar og útlendingurinn endurnærst.+
13 Gætið þess að gera allt sem ég hef sagt ykkur.+ Þið skuluð ekki ákalla aðra guði, nöfn þeirra eiga ekki að heyrast af munni þínum.+
14 Þú átt að halda mér hátíð þrisvar á ári.+ 15 Þú skalt halda hátíð ósýrðu brauðanna.+ Þú skalt borða ósýrt brauð í sjö daga á tilteknum tíma í abíbmánuði*+ eins og ég hef sagt þér því að þá fórstu frá Egyptalandi. Enginn á að koma tómhentur fram fyrir mig.+ 16 Þú átt líka að halda frumgróðahátíð* þegar þú skerð upp fyrstu afurðir þess sem þú sáðir í akur þinn+ og halda uppskeruhátíð* í lok ársins þegar þú hirðir síðasta ávöxt erfiðis þíns af akrinum.+ 17 Þrisvar á ári eiga allir karlmenn á meðal þín að ganga fram fyrir hinn sanna Drottin, Jehóva.+
18 Þú mátt ekki bera fram blóð fórnar minnar með nokkru sem er sýrt. Og fitan sem er færð að fórn við hátíðir mínar má ekki liggja yfir nótt til morguns.
19 Þú átt að koma með það besta af frumgróða lands þíns í hús Jehóva Guðs þíns.+
Þú mátt ekki sjóða kiðling í mjólk móður sinnar.+
20 Ég sendi engil á undan þér+ til að vernda þig á leiðinni og leiða þig til þess staðar sem ég hef búið þér.+ 21 Hlustaðu á hann og hlýddu honum. Gerðu ekki uppreisn gegn honum. Hann mun ekki fyrirgefa brot ykkar+ því að hann ber nafn mitt.* 22 Ef þið hlýðið honum í einu og öllu og gerið allt sem ég segi verð ég óvinur óvina þinna og stend á móti andstæðingum þínum. 23 Engill minn fer á undan þér og leiðir þig til Amoríta, Hetíta, Peresíta, Kanverja, Hevíta og Jebúsíta og ég útrými þeim.+ 24 Þú mátt ekki falla fram fyrir guðum þeirra eða láta tælast til að þjóna þeim, og þú mátt ekki líkja eftir siðum þeirra.+ Þú skalt eyðileggja skurðgoð þeirra og mölva helgisúlur þeirra.+ 25 Þið skuluð þjóna Jehóva Guði ykkar+ og hann mun blessa brauð ykkar og vatn.+ Ég mun bægja sjúkdómum frá ykkur.+ 26 Konurnar í landi þínu munu ekki missa fóstur né vera barnlausar+ og ég læt ykkur lifa langa ævi.*
27 Þjóðir munu heyra talað um mig og skelfast jafnvel áður en þær sjá ykkur.+ Ég veld ringulreið meðal þeirra og læt alla óvini ykkar flýja undan ykkur.*+ 28 Ég sendi vanmáttarkennd* á undan þér+ og hún rekur Hevíta, Kanverja og Hetíta á flótta.+ 29 Ég rek þá ekki burt undan þér á einu ári til að landið leggist ekki í eyði og villidýrunum fjölgi og þau verði þér til tjóns.+ 30 Ég rek þá burt smám saman þar til ykkur hefur fjölgað og þið hafið lagt undir ykkur landið.+
31 Ég læt landamæri ykkar liggja frá Rauðahafi til Filisteahafs og frá óbyggðunum að Fljótinu*+ því að ég gef íbúa landsins ykkur á vald og þið munuð reka þá burt.+ 32 Þú skalt ekki gera sáttmála við þá eða guði þeirra.+ 33 Þeir mega ekki búa í landi þínu svo að þeir fái þig ekki til að syndga gegn mér. Ef þú þjónaðir guðum þeirra gengirðu í gildru.“+