Fyrra bréfið til Korintumanna
3 Bræður og systur, ég gat ekki talað við ykkur eins og við andlega menn.+ Ég þurfti að tala við ykkur eins og holdlega menn, eins og ungbörn+ í Kristi. 2 Ég gaf ykkur mjólk, ekki fasta fæðu því að þið voruð ekki orðin nógu þroskuð. Þið eruð það jafnvel ekki enn+ 3 því að þið eruð enn þá holdleg.+ Fyrst þið deilið og öfundið hvert annað, eruð þið þá ekki holdleg+ og hegðið ykkur eins og fólk í heiminum? 4 Þegar einn segir: „Ég fylgi Páli,“ en annar: „Ég fylgi Apollósi,“+ eruð þið þá ekki alveg eins og allir aðrir?
5 Hvað er þá Apollós? Já, hvað er Páll? Þjónar+ sem hafa leitt ykkur til trúar eins og Drottinn gaf hvorum um sig. 6 Ég gróðursetti,+ Apollós vökvaði+ en Guð gaf vöxtinn. 7 Þannig skiptir sá ekki máli sem gróðursetur né sá sem vökvar heldur aðeins Guð sem gefur vöxtinn.+ 8 Sá sem gróðursetur og sá sem vökvar vinna saman* en hver og einn fær laun eftir því sem hann leggur af mörkum.+ 9 Við erum samverkamenn Guðs og þið eruð akur Guðs sem hann ræktar, hús sem hann byggir.+
10 Vegna góðvildar Guðs lagði ég grunn+ eins og reyndur* byggingameistari en annar byggir ofan á hann. Hver og einn gæti að því hvernig hann byggir. 11 Enginn getur lagt annan grunn en þann sem lagður er, það er að segja Jesú Krist.+ 12 Ef einhver byggir ofan á grunninn, hvort heldur úr gulli, silfri, eðalsteinum, tré, heyi eða hálmi, 13 kemur í ljós á reynsludeginum hve vandað verk hans er.* Eldurinn opinberar það+ og leiðir í ljós hvernig hver og einn hefur byggt. 14 Ef verk þess sem byggir ofan á grunninn stenst fær hann laun. 15 En ef verk einhvers brennur upp bíður hann tjón. Sjálfur bjargast hann en þó eins og úr eldi.
16 Vitið þið ekki að þið eruð musteri Guðs+ og að andi Guðs býr í ykkur?+ 17 Ef einhver eyðir musteri Guðs mun Guð eyða honum því að musteri Guðs er heilagt, og þið eruð þetta musteri.+
18 Blekkið ekki sjálf ykkur: Ef einhver telur sig vera vitran í þessari heimsskipan* skal hann fyrst verða heimskur til að geta orðið vitur. 19 Viska þessa heims er heimska í augum Guðs en skrifað stendur: „Hann fangar hina vitru í slægð þeirra.“+ 20 Og einnig segir: „Jehóva* veit að hugleiðingar hinna vitru eru tilgangslausar.“+ 21 Enginn ætti því að miklast af mönnum vegna þess að allt tilheyrir ykkur, 22 hvort heldur Páll, Apollós eða Kefas,*+ heimurinn, líf eða dauði, það sem er núna eða það sem er ókomið, allt tilheyrir það ykkur. 23 En þið tilheyrið Kristi+ og Kristur tilheyrir Guði.