Sálmur
Til tónlistarstjórans. Við „Liljurnar“. Maskíl* eftir syni Kóra.+ Ástarsöngur.
45 Hjarta mitt er yfirfullt af fögrum orðum.
Ég segi: „Ljóð mitt fjallar um konung.“+
Tunga mín veri eins og penni*+ í hendi færasta afritara.*+
Þess vegna blessar Guð þig að eilífu.+
4 Haltu af stað í mikilleik þínum og sigraðu,+
farðu á hesti þínum og berstu fyrir sannleika, auðmýkt og réttlæti.+
Hægri hönd þín mun vinna* magnþrungin stórvirki.
7 Þú elskar réttlæti+ og hatar ranglæti.+
Þess vegna hefur Guð, Guð þinn, smurt þig+ gleðinnar olíu+ umfram félaga þína.
8 Öll klæði þín ilma af myrru, alóe og kassíu,
þú gleðst yfir strengjaleik úr fílabeinshöllinni.
9 Konungsdætur eru meðal hirðkvenna þinna
og drottningin stendur þér til hægri handar, prýdd Ófírgulli.+
10 Hlustaðu, dóttir, og taktu vel eftir,
gleymdu þjóð þinni og ætt föður þíns,
11 þá mun konungurinn þrá fegurð þína.
Þú skalt lúta honum
því að hann er herra þinn.
14 Hún er leidd til konungs í glitofnum* klæðum,
meyjar fylgja henni og eru leiddar fram fyrir hann.*
15 Þær eru leiddar inn með fögnuði og gleði
og ganga inn í konungshöllina.
17 Ég vil gera nafn þitt þekkt meðal allra komandi kynslóða.+
Þess vegna munu þjóðir lofa þig um alla eilífð.