Jesaja
1 Sýnin sem Jesaja*+ Amotsson sá um Júda og Jerúsalem á dögum Ússía,+ Jótams,+ Akasar+ og Hiskía,+ konunga í Júda:+
4 Illa fer fyrir syndugri þjóð,+
fólkinu sem hlaðið er syndum,
afsprengi illra manna, spilltum börnum!
5 Af hverju haldið þið uppreisninni áfram?
Er ekki búið að berja ykkur nóg?+
Höfuðið er þakið sárum
og hjartað er allt sjúkt.+
6 Frá hvirfli til ilja er ekkert heilbrigt,
tómir áverkar, mar og opin sár
7 Land ykkar er í eyði,
borgir ykkar brenndar í eldi.
Útlendingar gleypa landið fyrir augum ykkar.+
Það er eins og auðn eftir árás óvina.+
8 Síonardóttir er yfirgefin eins og skýli* í víngarði,
eins og kofi á gúrkuakri,
eins og umsetin borg.+
9 Ef Jehóva hersveitanna hefði ekki látið fáeina komast af
værum við orðin eins og Sódóma
og líktumst Gómorru.+
10 Heyrið orð Jehóva, þið harðstjórar* Sódómu.+
Hlustið á lög* Guðs okkar, þið Gómorrubúar.+
11 „Til hvers þarf ég allar þessar fórnir?“+ spyr Jehóva.
13 Hættið að bera fram gagnslausar kornfórnir.
Ég hef andstyggð á reykelsi ykkar.+
Tunglkomur,+ hvíldardagar+ og sérstakar samkomur+
– ég þoli ekki að þið farið með galdrakukl+ samhliða hátíðarsamkomum ykkar.
14 Ég hata tunglkomudaga ykkar og hátíðir.
Þær eru orðnar mér byrði,
ég er orðinn þreyttur á að bera þær.
Hendur ykkar eru ataðar blóði.+
Hættið að gera það sem er illt.+
17 Lærið að gera gott, leitist við að gera rétt,+
leiðréttið kúgarann,
verjið rétt föðurlausra*
og flytjið mál ekkjunnar.“+
18 „Komið, greiðum úr málum okkar,“ segir Jehóva.+
„Þó að syndir ykkar séu skarlatsrauðar
skulu þær verða hvítar sem snjór.+
Þótt þær séu skærrauðar
verða þær hvítar eins og ull.
21 Borgin trúfasta+ er orðin vændiskona!+
23 Höfðingjar þínir eru þrjóskir og leggja lag sitt við þjófa.+
Þeir eru allir mútuþægir og sækjast eftir gjöfum.+
24 Þess vegna segir hinn sanni Drottinn, Jehóva hersveitanna,
hinn voldugi í Ísrael:
„Nú er nóg komið! Ég ætla að losa mig við andstæðinga mína
og hefna mín á óvinunum.+
Eftir það verður þú kölluð Borg réttlætisins, Borgin trúfasta.+
29 Þið munuð skammast ykkar fyrir þau miklu tré sem þið þráðuð+
og verða ykkur til skammar vegna garðanna* sem þið völduð+
30 því að þið verðið eins og stórt tré með visnandi laufi+
og eins og vatnslaus garður.
31 Hinn sterki verður að hör
og verk hans að neista.
Hvort tveggja fuðrar upp
og enginn slekkur eldinn.“