Esekíel
27 Orð Jehóva kom aftur til mín: 2 „Þú mannssonur, syngdu sorgarljóð um Týrus+ 3 og segðu við Týrus:
‚Þú sem býrð við hliðin að hafinu,
þú sem verslar við íbúa margra eyja:
Þetta segir alvaldur Drottinn Jehóva:
„Týrus, þú sagðir: ‚Fegurð mín er fullkomin.‘+
4 Landsvæði þín eru úti í miðju hafi
og þeir sem reistu þig hafa fullkomnað fegurð þína.
5 Borðviður þinn var úr einitrjám frá Senír+
og menn notuðu sedrusvið frá Líbanon í mastur handa þér.
6 Þeir smíðuðu árar þínar úr eik frá Basan
og stefnið var úr kýprusviði með innlögðu fílabeini frá eyjum Kittím.+
7 Seglið var úr litríku líni frá Egyptalandi
og sóltjöldin á þilfarinu úr bláu garni og purpuralitri ull frá eyjum Elísa.+
8 Menn frá Sídon og Arvad+ voru ræðarar þínir.
Færustu menn þínir, Týrus, voru hásetar.+
9 Reyndir* og færir menn frá Gebal+ þéttu samskeyti þín.+
Öll skip hafsins og áhafnir þeirra komu til að versla við þig.
10 Menn frá Persíu, Lúd og Pút+ voru í her þínum, þeir voru hermenn þínir.
Þeir hengdu upp skildi sína og hjálma hjá þér og gerðu þig tignarlega.
11 Hermenn þínir frá Arvad stóðu vörð alls staðar á múrum þínum
og hugrakkir menn stóðu í turnum þínum.
Þeir hengdu upp hringlaga skildi á múra þína allan hringinn
og fullkomnuðu fegurð þína.
12 Tarsismenn+ versluðu við þig því að auður þinn var mikill.+ Þeir greiddu silfur, járn, tin og blý fyrir vörur þínar.+ 13 Javan, Túbal+ og Mesek+ áttu í viðskiptum við þig og létu þræla+ og koparmuni í skiptum fyrir varning þinn. 14 Afkomendur Tógarma+ létu dráttarhesta, gæðinga og múldýr í skiptum fyrir vörur þínar. 15 Dedanmenn+ versluðu við þig. Þú varst með kaupmenn á mörgum eyjum. Þeir greiddu þér fílabein+ og íbenvið í skatt. 16 Edómítar áttu í viðskiptum við þig því að þú hafðir fjölbreyttar vörur fram að færa. Þeir létu túrkis, purpuralita ull, útsaumaðan vefnað, gæðaefni, kórala og rúbína í skiptum fyrir vörur þínar.
17 Júda og Ísrael versluðu við þig og létu hveiti frá Minnít,+ úrvalsmatvæli, hunang,+ olíu og balsam+ í skiptum fyrir vörur þínar.+
18 Damaskus+ átti í viðskiptum við þig því að þú varst mjög rík og með mikið úrval af vörum. Menn þaðan komu með vín frá Helbón og ull frá Sahar.* 19 Vedan og Javan í Úsal komu með smíðajárn, kassíu* og ilmreyr í skiptum fyrir vörur þínar. 20 Dedan+ sá þér fyrir söðuláklæðum.* 21 Þú réðir Araba og alla höfðingja Kedars+ í vinnu. Þeir versluðu með lömb, hrúta og geitur.+ 22 Kaupmenn Saba og Raema+ versluðu við þig. Þeir létu bestu ilmefni, dýra steina og gull í skiptum fyrir vörur þínar.+ 23 Haran,+ Kanne, Eden+ og kaupmenn frá Saba,+ Assúr+ og Kilmad versluðu við þig. 24 Á markaðstorgi þínu seldu þeir falleg föt, skikkjur úr bláu efni með litríkum útsaum og marglit teppi, allt tryggilega bundið með reipum.
26 Ræðarar þínir hafa komið þér í ólgusjó,
austanvindurinn braut þig í spón úti á opnu hafi.
27 Auður þinn, vörur og varningur, áhafnir þínar og hásetar,
þeir sem þétta samskeytin, þeir sem versla með vörur þínar+ og allir hermennirnir+
– allur mannfjöldinn sem í þér er –
allt sekkur úti á opnu hafi daginn sem þú fellur.+
28 Strandlengjan skelfur þegar hásetar þínir hrópa.
29 Allir ræðarar, sjómenn og áhafnir
yfirgefa skipin og stíga á land.
30 Þeir hrópa hátt og kveina beisklega yfir þér,+
ausa mold yfir höfuðið og velta sér í ösku.
31 Þeir raka á sig skalla og klæðast hærusekk.
Þeir gráta sárlega yfir þér og kveina hástöfum.
32 Í harmi sínum syngja þeir sorgarljóð og söngla yfir þér:
‚Hver er sem Týrus, þögul úti í hafi?+
33 Þegar vörur þínar bárust um opið haf gladdi það margar þjóðir.+
Auðæfi þín og varningur auðgaði konunga jarðar.+
34 Nú hefurðu beðið skipbrot á opnu hafi og sokkið í sjávardjúpið+
og allur varningur þinn og mannskapur er sokkinn með þér.+
35 Allir íbúar eyjanna stara agndofa á þig+
og konunga þeirra hryllir við+ – þeir verða náfölir af ótta.
36 Kaupmenn þjóðanna blístra yfir afdrifum þínum.
Endalok þín verða skyndileg og skelfileg,
þú hverfur fyrir fullt og allt.‘“‘“+