Sálmur
Til tónlistarstjórans. Söngljóð eftir Davíð.
139 Jehóva, þú hefur rannsakað mig og þekkir mig.+
2 Þú veist hvenær ég sest og hvenær ég stend upp.+
Þú skynjar hugsanir mínar álengdar.+
3 Þú sérð* mig þegar ég er á ferð og þegar ég leggst til hvíldar.
Þú þekkir alla vegi mína.+
5 Þú umlykur mig í bak og fyrir
og heldur hendi þinni yfir mér.
9 Þótt ég flygi burt á vængjum morgunroðans
og settist að við ysta haf
10 myndi hönd þín líka leiða mig þar
og hægri hönd þín styðja mig.+
11 Ef ég segði: „Myrkrið hylur mig!“
yrði nóttin í kringum mig björt.
Myrkur og ljós eru eins fyrir þér.+
14 Ég lofa þig fyrir að ég er frábærlega hannaður+ og ég fyllist lotningu.
Verk þín eru einstök,+
það veit ég mætavel.
16 Augu þín sáu mig meðan ég enn var fóstur.
Í bók þinni var skrifað um alla líkamshluta mína
og dagana sem þeir áttu að myndast,
jafnvel áður en nokkur þeirra varð til.
18 Ef ég reyni að telja þær eru þær fleiri en sandkornin.+
Þegar ég vakna er ég enn hjá þér.*+
19 Guð, bara að þú myndir útrýma hinum illu!+
Þá myndu ofbeldismennirnir* hverfa frá mér,
20 þeir sem tala um þig með illt í huga,*
andstæðingar þínir sem nota nafn þitt á óviðeigandi hátt.+
23 Rannsakaðu mig, Guð, og kynnstu hjarta mínu.+
Skoðaðu mig og lestu kvíðafullar hugsanir mínar.+