Jesaja
„Vertu ekki hræddur því að ég hef endurleyst þig.+
Ég hef nefnt þig með nafni.
Þú tilheyrir mér.
Þegar þú gengur gegnum eldinn muntu ekki brenna þig
og þú sviðnar ekki í loganum
3 því að ég er Jehóva Guð þinn,
Hinn heilagi Ísraels, frelsari þinn.
Ég hef gefið Egyptaland í lausnargjald fyrir þig,
Eþíópíu og Seba í skiptum fyrir þig.
Þess vegna gef ég menn í þinn stað
og þjóðir í skiptum fyrir líf þitt.
5 Vertu ekki hræddur því að ég er með þér.+
Ég kem með afkomendur þína úr austri
og safna ykkur saman úr vestri.+
6 Ég segi við norðrið: ‚Slepptu þeim!‘+
og við suðrið: ‚Láttu þá lausa.
Komdu með syni mína úr fjarska og dætur mínar frá endimörkum jarðar,+
alla sem ég skapaði mér til dýrðar
og ég hef myndað og mótað.‘+
Hver þeirra* getur sagt þetta fyrir?
Eða geta þeir skýrt frá hvað gerist fyrst?*+
Leiði þeir fram vitni til að sanna mál sitt,
látið menn heyra það og segja: ‚Þetta er rétt!‘“+
10 „Þið eruð vottar mínir,“+ segir Jehóva,
„já, þjónn minn sem ég hef valið+
svo að þið kynnist mér og trúið á mig*
og skiljið að ég er alltaf hinn sami.+
Á undan mér var enginn Guð til
og eftir mig verður heldur enginn til.+
11 Ég, ég er Jehóva,+ og enginn frelsari er til nema ég.“+
12 „Það var ég sem boðaði það, sem frelsaði og gerði það kunnugt
þegar enginn framandi guð var meðal ykkar.+
Þið eruð vottar mínir,“ segir Jehóva, „og ég er Guð.+
Hver getur aftrað mér þegar ég læt til mín taka?“+
14 Þetta segir Jehóva, endurlausnari ykkar,+ Hinn heilagi Ísraels:+
„Ykkar vegna sendi ég her til Babýlonar og ríf niður slagbranda á öllum hliðunum,+
og Kaldear hrópa af angist á skipum sínum.+
15 Ég er Jehóva, ykkar heilagi,+ skapari Ísraels,+ konungur ykkar.“+
16 Þetta segir Jehóva,
sá sem leggur veg gegnum hafið
og opnar leið gegnum ólgandi vötnin,+
17 sá sem leiðir út hesta og stríðsvagna,+
herinn ásamt köppunum:
„Þeir munu liggja þar og standa ekki upp.+
Þeim verður eytt eins og slökkt sé á logandi kveik.“
18 „Hugsið ekki um það sem áður var
og dveljið ekki við fortíðina.
19 Sjáið! Ég geri nokkuð sem er nýtt.+
Það er nú þegar að spretta fram.
Sjáið þið það ekki?
20 Villtu dýrin heiðra mig,
sjakalar og strútar,
því að ég læt vatn spretta upp í óbyggðunum,
ár streyma í eyðimörkinni+
til að fólk mitt geti drukkið, mínir útvöldu,+
21 þjóðin sem ég myndaði handa mér
til að hún gæti heiðrað mig og lofað.+
23 Þú hefur ekki fært mér sauði að brennifórn
né heiðrað mig með fórnum þínum.
Ég hef ekki þvingað þig til að færa mér gjafir
né þreytt þig með því að krefjast reykelsis.+
Í staðinn hefurðu íþyngt mér með syndum þínum
og þreytt mig með misgerðum þínum.+
26 Mætumst í réttarsal. Minntu mig á það sem ég kann að hafa gleymt.
Segðu þína hlið á málinu til að sanna að þú hafir rétt fyrir þér.
28 Þess vegna vanhelga ég höfðingja helgidómsins.
Ég gef Jakob eyðingunni á vald
og læt Ísrael verða fyrir svívirðingum.+