Matteus segir frá
18 Eftir þetta komu lærisveinarnir til Jesú og spurðu: „Hver er eiginlega mestur í himnaríki?“+ 2 Þá kallaði hann til sín barn, lét það standa meðal þeirra 3 og sagði: „Trúið mér, þið komist alls ekki inn í himnaríki nema þið breytið hugarfari ykkar* og verðið eins og börn.+ 4 Hver sem auðmýkir sig eins og þetta barn, hann er mestur í himnaríki+ 5 og hver sem tekur við einu slíku barni vegna nafns míns tekur einnig við mér. 6 En ef einhver veldur því að einn af þessum minnstu sem trúa á mig fellur væri betra fyrir hann að vera sökkt í opið haf með stóran myllustein* hengdan um hálsinn.+
7 Illa fer fyrir heiminum því að hann er fólki til hrösunar. Auðvitað er óhjákvæmilegt að eitthvað verði fólki til hrösunar en illa fer fyrir þeim manni sem veldur því. 8 Ef hönd þín eða fótur verður þér að falli skaltu höggva hann af og kasta frá þér.+ Það er betra fyrir þig að ganga limlestur eða einfættur inn til lífsins en að vera kastað í eilífa eldinn með báðar hendur eða báða fætur.+ 9 Og ef auga þitt verður þér að falli skaltu rífa það úr þér og kasta því burt. Það er betra fyrir þig að ganga eineygður inn til lífsins en að hafa bæði augun og vera kastað í eld Gehenna.*+ 10 Gætið þess að fyrirlíta ekki neinn af þessum minnstu því að ég segi ykkur að englar þeirra á himnum hafa andlit föður míns á himnum stöðugt fyrir augum.*+ 11* ——
12 Hvað haldið þið? Ef maður á 100 sauði og einn þeirra villist frá hjörðinni,+ skilur hann þá ekki hina 99 eftir á fjallinu og fer að leita að þeim týnda?+ 13 Trúið mér, ef hann finnur hann gleðst hann meira yfir honum en yfir þeim 99 sem týndust ekki. 14 Faðir minn* á himnum vill ekki heldur að einn einasti þessara minnstu glatist.+
15 Ef bróðir þinn syndgar skaltu fara og benda honum einslega á það ranga sem hann hefur gert.*+ Ef hann hlustar á þig hefurðu endurheimt bróður þinn.+ 16 En ef hann hlustar ekki skaltu taka með þér einn eða tvo til að allt sé staðfest með framburði tveggja eða þriggja vitna.+ 17 Ef hann hlustar ekki á þá skaltu segja söfnuðinum það. Ef hann hlustar ekki einu sinni á söfnuðinn skaltu líta á hann sem mann af þjóðunum+ og skattheimtumann.+
18 Trúið mér, hvað sem þið bindið á jörð hefur þegar verið bundið á himnum og hvað sem þið leysið á jörð hefur þegar verið leyst á himnum. 19 Ég segi ykkur einnig að ef tveir ykkar á jörð eru sammála um að biðja um eitthvað mikilvægt mun faðir minn á himnum veita þeim það.+ 20 Þar sem tveir eða þrír eru samankomnir í mínu nafni+ þar er ég mitt á meðal þeirra.“
21 Pétur gekk nú til hans og spurði: „Drottinn, hversu oft á ég að fyrirgefa bróður mínum ef hann syndgar gegn mér? Allt að sjö sinnum?“ 22 Jesús svaraði: „Ég segi þér: Ekki allt að sjö sinnum heldur 77 sinnum.+
23 Þess vegna má líkja himnaríki við konung sem vildi gera upp reikninga við þjóna sína. 24 Þegar hann byrjaði á uppgjörinu var komið með mann til hans sem skuldaði honum 10.000 talentur.* 25 Þar sem hann gat ekki greitt skuldina fyrirskipaði konungur að hann, kona hans og börn og allt sem hann átti skyldi selt til að greiða skuldina.+ 26 Þjónninn féll þá á kné, veitti honum lotningu* og sagði: ‚Sýndu mér þolinmæði og ég skal borga allt til baka.‘ 27 Konungurinn kenndi í brjósti um þjóninn, leyfði honum að fara og gaf honum upp skuldina.+ 28 Þjónninn fór þá út og hitti einn af samþjónum sínum sem skuldaði honum 100 denara.* Hann tók hann kverkataki og sagði: ‚Borgaðu það sem þú skuldar mér.‘ 29 Samþjónn hans féll þá á kné og grátbað hann: ‚Sýndu mér þolinmæði og ég skal borga þér til baka.‘ 30 En hann vildi það ekki heldur fór og lét varpa honum í fangelsi. Þar átti hann að vera þangað til hann gæti borgað skuldina. 31 Þegar samþjónar hans sáu hvað hafði gerst urðu þeir miður sín og fóru og sögðu konunginum frá öllu sem hafði átt sér stað. 32 Konungurinn kallaði hann þá fyrir sig og sagði: ‚Þú illi þjónn, ég gaf þér upp alla skuldina þegar þú baðst mig um það. 33 Áttir þú ekki að sýna samþjóni þínum miskunn eins og ég miskunnaði þér?‘+ 34 Í reiði sinni afhenti konungurinn hann fangavörðunum. Hann átti að sitja inni þar til hann hefði borgað alla skuldina. 35 Faðir minn á himnum fer eins með ykkur+ ef þið fyrirgefið ekki bróður ykkar af öllu hjarta.“+