Fyrri Samúelsbók
6 Örk+ Jehóva var í landi Filistea í sjö mánuði. 2 Filistear kölluðu nú á presta sína og spásagnarmenn+ og spurðu: „Hvað eigum við að gera við örk Jehóva? Segið okkur hvernig við eigum að senda hana aftur á sinn stað.“ 3 Þeir svöruðu: „Ef þið sendið sáttmálsörk Jehóva Guðs Ísraels til baka skuluð þið ekki senda hana eina sér. Þið verðið að láta sektarfórn fylgja með.+ Þá fyrst læknist þið og skiljið hvers vegna hann hefur refsað ykkur á þennan hátt.“ 4 „Hvaða sektarfórn eigum við að senda honum?“ spurðu þeir. Hinir svöruðu: „Sendið fimm gyllinæðar úr gulli og fimm mýs úr gulli, jafn margar og höfðingjar Filistea eru,+ því að sama plága hefur herjað á ykkur og höfðingja ykkar. 5 Gerið eftirlíkingar af gyllinæðunum og af músunum+ sem eyðileggja landið og heiðrið þannig Guð Ísraels. Þá má vera að hann láti hönd sína ekki liggja eins þungt á ykkur, guði ykkar og landi ykkar.+ 6 Hvers vegna ættuð þið að herða hjörtu ykkar eins og Egyptar og faraó gerðu?+ Guð lék þá hart+ svo að þeir neyddust til að leyfa Ísraelsmönnum að fara, og þeir héldu leiðar sinnar.+ 7 Hafið nú til reiðu nýjan vagn og sækið tvær kýr sem hafa kálfa á spena og hafa aldrei verið undir oki. Spennið þær fyrir vagninn en takið kálfana frá þeim og farið með þá heim. 8 Takið síðan örk Jehóva og setjið hana á vagninn en gullgripina, sem þið færið honum í sektarfórn, skuluð þið setja í kistil við hliðina á henni.+ Sendið hana síðan af stað 9 og fylgist með hvað gerist. Ef hún fer veginn til síns eigin lands, í átt að Bet Semes,+ þá er það Guð þeirra sem hefur kallað þessa miklu ógæfu yfir okkur. En ef hún gerir það ekki þá vitum við að það var ekki hönd hans sem sló okkur heldur var þetta allt hrein tilviljun.“
10 Mennirnir gerðu eins og þeim var sagt. Þeir tóku tvær kýr með kálfa á spena og spenntu þær fyrir vagninn en kálfana lokuðu þeir inni í fjósi. 11 Síðan settu þeir örk Jehóva á vagninn og sömuleiðis kistilinn með gullmúsunum og eftirlíkingunum af gyllinæðunum. 12 Kýrnar fóru beinustu leið til Bet Semes.+ Þær héldu sig á veginum og bauluðu allan tímann. Þær viku hvorki til hægri né vinstri. Höfðingjar Filistea gengu á eftir þeim allt að mörkum Bet Semes. 13 Íbúar Bet Semes voru þá í dalnum* að skera upp hveiti. Þegar þeir litu upp og sáu örkina urðu þeir himinlifandi. 14 Vagninn kom inn á landareign Jósúa frá Bet Semes og nam staðar við stóran stein. Fólkið hjó sundur viðinn sem vagninn var úr og færði kýrnar+ að brennifórn handa Jehóva.
15 Levítarnir+ tóku niður örk Jehóva og kistilinn með gullgripunum sem var hjá henni og settu á stóra steininn. Og íbúar Bet Semes+ færðu Jehóva brennifórnir og sláturfórnir á þeim degi.
16 Filisteahöfðingjarnir fimm sáu þetta og sneru aftur til Ekron sama dag. 17 Þetta eru gyllinæðarnar úr gulli sem Filistear sendu til að færa Jehóva í sektarfórn:+ ein fyrir Asdód,+ ein fyrir Gasa, ein fyrir Askalon, ein fyrir Gat+ og ein fyrir Ekron.+ 18 Gullmýsnar voru jafn margar og borgir Filisteahöfðingjanna fimm, bæði víggirtu borgirnar og sveitaþorpin.
Stóri steinninn, sem þeir lögðu örk Jehóva á, er til vitnis um þetta fram á þennan dag á landareign Jósúa frá Bet Semes. 19 En Guð refsaði mönnum Bet Semes því að þeir höfðu horft á örk Jehóva. Hann banaði 50.070 manns* og fólkið syrgði því að Jehóva hafði banað svo mörgum.+ 20 Þá sögðu íbúar Bet Semes: „Hver getur staðist frammi fyrir Jehóva, þessum heilaga Guði?+ Æ, getur hann ekki farið til einhverra annarra?“+ 21 Síðan sendu þeir menn með svohljóðandi boð til íbúa Kirjat Jearím:+ „Filistear hafa skilað örk Jehóva. Komið hingað niður eftir og sækið hana.“+