Jesaja
60 „Stattu upp, kona,+ láttu skína ljós því að ljós þitt er komið.
Dýrð Jehóva skín á þig.+
2 Myrkur grúfir yfir jörðinni
og niðdimma yfir þjóðunum.
En á þig lætur Jehóva ljós sitt lýsa
og dýrð hans birtist yfir þér.
4 Líttu upp og horfðu í kringum þig!
Þeir hafa allir safnast saman, þeir koma til þín.
5 Þú sérð það og geislar af gleði,+
hjarta þitt slær hraðar og fyllist fögnuði
því að auður hafsins berst til þín
og þér eru færð auðæfi þjóðanna.+
Allir Sabamenn koma
og hafa meðferðis gull og reykelsi.
Þeir lofa Jehóva.+
7 Allar hjarðir Kedars+ þyrpast til þín.
Hrútar Nebajóts+ þjóna þér.
8 Hverjir eru þetta sem koma svífandi eins og ský,
eins og dúfur til dúfnakofa sinna?
Skip frá Tarsis fara fremst
til að flytja* syni þína langt að+
ásamt silfri þeirra og gulli
vegna nafns Jehóva Guðs þíns og Hins heilaga Ísraels
10 Útlendingar munu reisa múra þína
og konungar þeirra þjóna þér+
því að ég sló þig í reiði minni
en í góðvild minni miskunna ég þér.+
11 Hlið þín verða alltaf opin,+
þeim verður hvorki lokað dag né nótt,
til að hægt sé að færa þér auðæfi þjóðanna
undir forystu konunga þeirra.+
Ég geri staðinn þar sem fætur mínir hvíla dýrlegan.+
14 Synir þeirra sem kúguðu þig koma og beygja sig fyrir þér,
allir sem vanvirtu þig skulu krjúpa við fætur þér.
Þeir neyðast til að kalla þig borg Jehóva,
Síon Hins heilaga Ísraels.+
15 Þú varst yfirgefin, hötuð og enginn lagði leið sína um þig+
en ég geri þig að eilífri dásemd,
að fagnaðarefni um ókomnar kynslóðir.+
Þú munt skilja að ég, Jehóva, er frelsari þinn,
að Hinn voldugi Jakobs er endurlausnari þinn.+
Ég geri friðinn að umsjónarmanni þínum
og réttlætið að verkstjóra þínum.+
Þú munt kalla múra þína frelsun+ og borgarhlið þín lofsöng.
19 Sólin verður ekki framar ljós þitt að degi
og tunglskinið mun ekki lýsa þér um nætur
því að Jehóva verður þér eilíft ljós+
og Guð þinn lætur fegurð þína ljóma.+
20 Sól þín sest ekki framar
og tungl þitt minnkar ekki
því að Jehóva verður þér eilíft ljós+
og sorgardagar þínir verða á enda.+
21 Allir íbúar þínir verða réttlátir,
þeir munu eiga landið að eilífu.
22 Hinn minnsti verður að þúsund
og hinn lítilmótlegasti að voldugri þjóð.
Ég, Jehóva, hraða því þegar þar að kemur.“