Jesaja
9 En myrkrið verður ekki eins og þegar neyð var í landinu, eins og fyrr á tímum þegar Sebúlonsland og Naftalíland voru fyrirlitin og hrjáð.+ Síðar meir lætur hann* landið njóta virðingar – veginn til sjávar, Jórdansvæðið, Galíleu þjóðanna.
2 Fólkið sem gekk í myrkrinu
hefur séð mikið ljós.
Ljós hefur skinið
á þá sem búa í landi dimmra skugga.+
3 Þú hefur gert þjóðina fjölmenna,
þú hefur gert gleðina mikla.
Hún gleðst frammi fyrir þér
eins og fólk gleðst á uppskerutímanum,
eins og menn gleðjast sem skipta herfangi.
4 Þú hefur brotið sundur þungt ok þeirra,
stafinn á herðum þeirra, staf harðstjórans,
eins og á degi Midíans.+
Hann verður nefndur Undraráðgjafi,+ Máttugur guð,+ Eilífðarfaðir, Friðarhöfðingi.
Brennandi ákafi Jehóva hersveitanna kemur því til leiðar.
9 Öll þjóðin fær að vita það
– Efraím og íbúar Samaríu –
allir sem segja í hroka sínum og ósvífni hjartans:
Mórfíkjutré hafa verið felld
en við setjum sedrustré í staðinn.“
11 Jehóva sendir fjandmenn Resíns gegn henni
og æsir óvini hennar til átaka,
Þeir gleypa Ísrael með galopnu gini.+
Vegna alls þessa er honum ekki runnin reiðin,
hönd hans er enn á lofti til að slá.+
13 En þjóðin hefur ekki snúið aftur til hans sem slær hana,
hún hefur ekki leitað Jehóva hersveitanna.+
16 Leiðtogar fólksins leiða það afvega
og þeir sem láta leiða sig eru ráðvilltir.
17 Þess vegna gleðst Jehóva ekki yfir ungmennum þeirra
og sýnir föðurlausum börnum* þeirra og ekkjum enga miskunn
því að allir eru fráhvarfsmenn og illvirkjar+
og sérhver munnur fer með heimsku.
Vegna alls þessa er honum ekki runnin reiðin,
hönd hans er enn á lofti til að slá.+
18 Illskan logar eins og eldur,
gleypir þyrnirunna og illgresi.
Hún kveikir í skógarþykkninu
og það fuðrar upp í reyk.
Enginn þyrmir neinum, ekki einu sinni bróður sínum.
20 Menn höggva á hægri hönd sér til matar
en eru samt jafn svangir.
Menn gleypa í sig á vinstri hönd
en verða ekki saddir.
Saman berjast þeir gegn Júda.+
Vegna alls þessa er honum ekki runnin reiðin,
hönd hans er enn á lofti til að slá.+