Habakkuk
Ég ætla að vera á verði og sjá hvað hann vill að ég segi
og íhuga hverju ég svara þegar ég er áminntur.
2 Jehóva svaraði mér:
„Skrifaðu niður sýnina og skráðu hana skýrt og greinilega á töflur+
svo að auðvelt sé að lesa hana upphátt+
3 því að sýnin rætist á tilsettum tíma,
Henni seinkar ekki.
4 Líttu á þann sem er hrokafullur,
hann er ekki heiðarlegur innst inni.
En hinn réttláti mun lifa vegna trúfesti* sinnar.+
5 Vínið er varasamt
og hinn hrokafulli nær því ekki markmiði sínu.
Hann er gráðugur eins og gröfin,*
óseðjandi eins og dauðinn.
Hann safnar til sín öllum þjóðum
og dregur að sér alla þjóðflokka.+
Þeir munu segja:
‚Illa fer fyrir þeim sem sankar að sér því sem hann á ekki
og eykur skuldir sínar.
Hve miklu lengur fær hann að gera það?
7 Snúast ekki lánardrottnar þínir skyndilega gegn þér?
Þeir vakna og hrista þig harkalega
og ræna þig eigum þínum.+
8 Þú hefur rænt margar þjóðir.
Þess vegna munu þær sem eftir eru ræna þig.+
9 Illa fer fyrir þeim sem aflar húsi sínu rangfengins gróða
og gerir sér hreiður í hæðum
til að ógæfan nái ekki til hans.
10 Áform þín leiða skömm yfir hús þitt.
Þú syndgar gegn sjálfum þér með því að afmá margar þjóðir.+
11 Steinn mun hrópa úr múrveggnum
og bjálki svara honum úr tréverkinu.
12 Illa fer fyrir þeim sem reisir borg með blóðsúthellingum
og byggir hana á ranglæti.
13 Er það ekki Jehóva hersveitanna sem lætur þjóðirnar strita fyrir því sem fuðrar upp í eldi
og þjóðflokkana þreyta sig til einskis?+
15 Illa fer fyrir þeim sem gefur vinum sínum drykk
og blandar í hann reiði og heift til að gera þá drukkna
og geta séð þá nakta.
16 Þú mettast smán en ekki heiðri.
Þú skalt líka drekka og afhjúpa að þú ert óumskorinn.*
Bikarinn í hægri hendi Jehóva kemur einnig til þín+
og skömmin mun hylja vegsemd þína.
17 Ofbeldi þitt gegn Líbanon lendir á þér
og eyðingin sem skelfdi skepnurnar kemur yfir þig
af því að þú úthelltir blóði,
ollir eyðileggingu á jörðinni
og herjaðir á borgirnar og íbúa þeirra.+
18 Hvaða gagn er að úthöggnu líkneski
fyrst maður hefur búið það til?
Hvaða gagn er að málmlíkneski* og lygakennara?
Hvernig getur smiðurinn treyst því?
Hann býr til gagnslausa og mállausa guði.+
19 Illa fer fyrir þeim sem segir við trjádrumb: „Vaknaðu!“
eða við mállausan stein: „Vaknaðu! Leiðbeindu okkur!“
20 En Jehóva er í sínu heilaga musteri.+
Öll jörðin veri hljóð frammi fyrir honum!‘“+