Daníel
12 Á þeim tíma mun Mikael,*+ höfðinginn mikli+ sem beitir sér* í þágu þjóðar þinnar,* ganga fram. Þá verða neyðartímar, slíkir sem aldrei hafa verið frá því að nokkur þjóð varð til og allt til þess dags. En á þeim tíma mun þjóð þín komast undan,+ allir sem eru skráðir í bókinni.+ 2 Og margir þeirra sem sofa í dufti jarðar munu vakna, sumir til eilífs lífs en aðrir til smánar og eilífrar fyrirlitningar.
3 Hinir skynsömu munu skína eins skært og himinhvolfið og þeir sem leiða marga til réttlætis munu skína eins og stjörnurnar, um alla eilífð.
4 En þú, Daníel, skalt halda þessum orðum leyndum og innsigla bókina fram að tíma endalokanna.+ Margir munu leita víða* og sönn þekking verður ríkuleg.“+
5 Ég, Daníel, sá nú tvo aðra standa þarna, annan mín megin fljótsins+ og hinn hinum megin. 6 Annar þeirra sagði við manninn í línklæðunum+ sem var yfir fljótinu: „Hve langt er í endi þessara undraverðu hluta?“ 7 Þá heyrði ég manninn í línklæðunum, sem var yfir fljótinu, lyfta hægri og vinstri hendi til himins og sverja við þann sem lifir að eilífu:+ „Tíð, tíðir og hálf tíð* eru fastsettar. Þegar máttur hinnar heilögu þjóðar hefur verið brotinn á bak aftur+ mun allt þetta koma fram.“
8 Ég heyrði þetta en skildi það ekki.+ Ég spurði því: „Herra minn, hvernig endar allt þetta?“
9 Hann svaraði: „Farðu, Daníel, því að orðunum skal haldið leyndum og þau innsigluð allt til tíma endalokanna.+ 10 Margir munu þvo sér og verða skírir og hreinir.+ Hinir illu fremja illskuverk og engin illmenni skilja þetta en hinir skynsömu munu skilja það.+
11 Frá því að hin daglega fórn+ er afnumin og viðurstyggðin sem veldur eyðingu er reist+ líða 1.290 dagar.
12 Sá er hamingjusamur sem bíður þolgóður* þar til dagarnir 1.335 eru liðnir!
13 En þú skalt halda áfram allt til enda. Þú munt hvílast en rísa upp og taka við hlut þínum* við lok daganna.“+