Orðskviðirnir
2 Sá sem fetar beinar brautir óttast Jehóva
en sá sem fer hlykkjóttar leiðir fyrirlítur hann.
3 Hrokatal heimskingjans er eins og högg með vendi
en varir hinna vitru vernda þá.
4 Jatan er hrein þar sem engir nautgripir eru
en með öflugum uxa verður uppskeran mikil.
5 Áreiðanlegt vitni lýgur ekki
en ljúgvitni fer með eintómar lygar.+
6 Háðgjarn maður leitar visku en finnur enga.
En þekking er auðfengin þeim sem hefur skilning.+
7 Haltu þig fjarri heimskum manni
því að engin þekking kemur úr munni hans.+
8 Með visku skilur hinn skynsami hvert leið hans liggur
10 Hjartað eitt þekkir kvöl sína
og enginn annar getur átt þátt í gleði þess.
11 Húsi hinna illu verður eytt+
en tjald réttlátra blómstrar.
13 Hjartað finnur stundum til þótt hlegið sé
og gleði getur endað í sorg.
16 Vitur maður er varkár og forðast hið illa
en heimskinginn er ógætinn* og öruggur með sig.
18 Hinir trúgjörnu erfa heimsku
en hinir skynsömu verða krýndir þekkingu.+
19 Vont fólk verður að lúta hinum góðu
og illir menn krjúpa við dyr réttlátra.
23 Af allri erfiðisvinnu hlýst ávinningur
en orðin ein leiða til skorts.+
24 Auður hinna vitru er kóróna þeirra
en heimska hinna fávísu er og verður heimska.+
25 Heiðarlegt vitni bjargar lífi
en svikarinn fer með eintómar lygar.
27 Að óttast Jehóva er lífsbrunnur
og forðar frá snörum dauðans.
31 Sá sem svindlar á hinum bágstadda vanvirðir þann sem skapaði hann+
en sá sem sýnir fátækum samkennd heiðrar hann.+
32 Hinn illi fellur um eigin illsku
en ráðvendni hins réttláta er honum athvarf.+
33 Viskan hefur hljótt um sig í hjarta hins skynsama+
en hjá hinum heimsku lætur hún sífellt vita af sér.
34 Réttlæti er þjóð til sóma+
en synd er fólkinu til skammar.