Prédikarinn
7 Gott mannorð* er betra en góð olía+ og dauðadagur er betri en fæðingardagur. 2 Það er betra að fara í sorgarhús en veisluhús+ því að dauðinn er endir hvers manns og þeir sem lifa ættu að leiða hugann að því. 3 Sorg er betri en hlátur+ því að dapurt andlit bætir hjartað.+ 4 Hjörtu hinna vitru eru í sorgarhúsinu en hjörtu heimskingjanna í húsi gleðinnar.*+
5 Það er betra að hlusta á ávítur viturs manns+ en á lofsöng* heimskingja. 6 Hlátur heimskingjans+ er eins og snarkið í þyrnum sem brenna undir pottinum, og það er líka tilgangslaust. 7 Kúgun getur rænt vitran mann vitinu og mútur spilla hjartanu.+
8 Betri er endir máls en upphaf þess. Það er betra að vera þolinmóður en stoltur.+ 9 Vertu ekki fljótur til að móðgast+ því að gremja býr í brjósti* heimskingja.+
10 Segðu ekki: „Hvers vegna var allt betra áður?“ því að það er ekki skynsamlegt að spyrja þannig.+
11 Viska samfara arfi er góð og gagnast þeim sem sjá dagsljósið.* 12 Viska veitir vernd+ eins og peningar veita vernd+ en yfirburðir þekkingarinnar eru þeir að samfara visku heldur hún manni á lífi.+
13 Hugleiddu verk hins sanna Guðs. Hver getur rétt úr því sem hann hefur gert bogið?+ 14 Á góðum degi skaltu gera það sem er gott+ en á erfiðum degi* skaltu muna að Guð gerði bæði þennan dag og hinn.+ Mennirnir geta því ekki vitað með vissu* hvað gerist í framtíðinni.+
15 Ég hef séð allt á minni hverfulu* ævi+ – hinn réttláta sem ferst þó að hann sé réttlátur+ og hinn illa sem lifir lengi þrátt fyrir illsku sína.+
16 Vertu ekki of réttlátur+ og flíkaðu ekki visku þinni.+ Hvers vegna ættirðu að skemma fyrir sjálfum þér?+ 17 Vertu ekki of vondur og vertu ekki heimskur.+ Af hverju ættirðu að deyja fyrir tímann?+ 18 Best er að taka til sín báðar þessar áminningar og hafna hvorugri+ því að sá sem óttast Guð fer eftir þeim báðum.
19 Viska gerir vitran mann máttugri en tíu volduga menn í borginni.+ 20 Það er enginn réttlátur maður á jörðinni sem gerir alltaf gott og syndgar aldrei.+
21 Taktu ekki allt sem fólk segir nærri þér+ svo að þú þurfir ekki að heyra þjón þinn tala illa um þig* 22 því að þú veist vel að þú hefur oft sjálfur talað illa um aðra.+
23 Ég hef lagt mat á allt þetta með visku minni og ég sagði: „Ég ætla að verða vitur.“ En það var mér utan seilingar. 24 Það sem er orðið til er ofar okkar skilningi og gríðarlega djúpt. Hver getur skilið það?+ 25 Ég einsetti mér að skilja, rannsaka og leita viskunnar og ástæðunnar fyrir öllu, og einnig að skilja illskuna í óskynseminni og heimskuna í brjálæðinu.+ 26 Þá áttaði ég mig á þessu: Kona sem er eins og net veiðimannsins er bitrari en dauðinn. Hjarta hennar er eins og dragnet og hendur hennar eins og fjötrar. Sá sem þóknast hinum sanna Guði kemst undan henni+ en syndarann tekur hún til fanga.+
27 „Að þessu hef ég komist,“ segir fræðarinn.+ „Ég hef rannsakað eitt á fætur öðru til að komast að niðurstöðu 28 en ég hef ekki fundið það sem ég hef leitað að allan tímann. Í þúsund manna hópi fann ég einn réttlátan mann en enga réttláta konu. 29 Ég hef komist að þessu einu: Hinn sanni Guð skapaði mennina réttláta+ en þeir hafa fylgt sínum eigin áformum.“+