Jesaja
66 Þetta segir Jehóva:
„Himinninn er hásæti mitt og jörðin fótskemill minn.+
„Samt læt ég mér annt um
þann sem er auðmjúkur og niðurbrotinn,
3 Sá sem slátrar nauti er eins og maður sem drepur mann.+
Sá sem fórnar sauði er eins og maður sem hálsbrýtur hund.+
Sá sem færir fórnargjöf er eins og maður sem fórnar svínablóði.+
Sá sem ber fram reykelsi+ er eins og maður sem blessar með galdraþulu.*+
Þeir hafa valið sínar eigin leiðir
og hafa ánægju af því sem er viðbjóðslegt.
4 Ég vel leiðir til að refsa þeim+
og læt það sem þeir skelfast koma yfir þá
því að enginn svaraði þegar ég kallaði
og enginn hlustaði þegar ég talaði.+
Þeir héldu áfram því sem var illt í augum mínum
og völdu að gera það sem mér mislíkaði.“+
5 Heyrið orð Jehóva, þið sem berið djúpa virðingu* fyrir orði hans:
„Bræður ykkar sem hata ykkur og útiloka vegna nafns míns sögðu: ‚Jehóva sé upphafinn!‘+
En hann mun birtast
ykkur til gleði og þeim til skammar.“+
6 Óp og læti heyrast frá borginni, hávaði frá musterinu
þegar Jehóva endurgeldur óvinum sínum það sem þeir verðskulda.
8 Hver hefur heyrt um slíkt?
Hver hefur séð nokkuð þessu líkt?
Getur land fæðst á einum degi?
Eða getur þjóð orðið til í einni andrá?
Síon fæddi þó syni sína um leið og hríðirnar hófust.
9 „Myndi ég láta barn komast í burðarliðinn en ekki fæðast?“ segir Jehóva.
„Eða myndi ég láta fæðingu hefjast og loka svo móðurlífinu?“ segir Guð þinn.
10 Gleðjist með Jerúsalem og fagnið með henni,+ þið öll sem elskið hana.+
Hrópið af gleði með henni, þið öll sem hryggist hennar vegna,
11 því að þið munuð sjúga og seðjast af huggandi brjóstum hennar,
þið munuð drekka og hafa yndi af dýrðarljóma hennar.
12 Jehóva segir:
Þið munuð sjúga brjóst og verðið borin á mjöðminni
og ykkur verður hossað á hnjánum.
14 Þið fáið að sjá þetta og fagnið í hjörtum ykkar,
bein ykkar dafna eins og grængresið.
15 „Jehóva kemur eins og eldur+
og stríðsvagnar hans eins og stormhviða+
til að endurgjalda í brennandi reiði,
refsa með logandi eldi.+
16 Jehóva fullnægir dómi með eldi,
já, með sverði sínu, yfir öllum mönnum.
Þeir sem Jehóva fellir verða margir.
17 Þeir sem helga sig og hreinsa til að fara inn í garðana*+ og fylgja þeim sem er í miðjum garðinum, þeir sem borða svínakjöt,+ mýs og annan viðbjóð,+ líða allir saman undir lok,“ segir Jehóva. 18 „Þar sem ég þekki verk þeirra og hugsanir kem ég og safna saman fólki af öllum þjóðum og tungumálum, og það kemur og sér dýrð mína.“
19 „Ég set upp tákn meðal þeirra og ég sendi suma af þeim sem komast undan til þjóðanna – til Tarsis,+ Púl og Lúd,+ til þeirra sem spenna boga, til Túbal, Javan+ og fjarlægra eyja – til þjóða sem hafa ekki heyrt neitt um mig eða séð dýrð mína, og þeir munu segja frá dýrð minni meðal þjóðanna.+ 20 Þeir munu flytja alla bræður ykkar frá öllum þjóðum+ sem gjöf til Jehóva á hestum, á opnum og lokuðum vögnum, á múldýrum og hraðfara úlföldum til míns heilaga fjalls, til Jerúsalem,“ segir Jehóva, „eins og þegar Ísraelsmenn koma með gjöf sína í hreinum kerum í hús Jehóva.“
21 „Ég vel suma þeirra til að vera prestar og til að vera Levítar,“ segir Jehóva.
22 „Já, eins og nýi himinninn og nýja jörðin+ sem ég skapa standa stöðug frammi fyrir mér,“ segir Jehóva, „þannig munu afkomendur ykkar og nafn varðveitast.“+
23 „Frá tunglkomudegi til tunglkomudags og frá hvíldardegi til hvíldardags
munu allir menn koma og falla fram fyrir mér,“*+ segir Jehóva.
24 „Þeir ganga út og sjá lík þeirra sem gerðu uppreisn gegn mér.