Lúkas segir frá
21 Jesús leit nú upp og sá efnamenn láta gjafir sínar í söfnunarbaukana.*+ 2 Hann sá líka fátæka ekkju leggja þar tvo smápeninga sem voru varla nokkurs virði.*+ 3 Þá sagði hann: „Trúið mér, þessi fátæka ekkja gaf meira en þeir allir+ 4 því að þeir gáfu af allsnægtum sínum en hún gaf af skorti sínum allt sem hún átti til að framfleyta sér.“+
5 Seinna minntust einhverjir á hve musterið væri skreytt fögrum steinum og helgigjöfum.+ 6 Þá sagði Jesús: „Þeir dagar koma að allt sem þið sjáið núna verður rifið niður og ekki stendur steinn yfir steini.“+ 7 Þeir spurðu hann þá: „Kennari, hvenær gerist þetta og hvert verður táknið um að þetta sé að koma fram?“+ 8 Hann svaraði: „Gætið þess að láta ekki blekkjast+ því að margir munu koma í mínu nafni og segja: ‚Ég er hann,‘ og: ‚Tíminn er í nánd.‘ Fylgið þeim ekki.+ 9 Og skelfist ekki þegar þið fréttið af stríðsátökum og ófriði.* Þetta þarf að gerast fyrst en endirinn kemur ekki strax.“+
10 Síðan sagði hann við þá: „Þjóð mun ráðast gegn þjóð+ og ríki gegn ríki.+ 11 Það verða miklir jarðskjálftar, og hungursneyðir og drepsóttir verða á einum stað eftir annan.+ Ógnvekjandi atburðir munu eiga sér stað og mikil tákn verða á himni.
12 En áður en allt þetta gerist mun fólk leggja hendur á ykkur og ofsækja ykkur,+ draga ykkur fyrir samkundur og varpa í fangelsi. Þið verðið leiddir fyrir konunga og landstjóra vegna nafns míns.+ 13 Það gefur ykkur tækifæri til að vitna fyrir þeim. 14 Einsetjið ykkur að æfa ekki fyrir fram hvernig þið ætlið að verja ykkur+ 15 því að ég gef ykkur orð og visku sem allir andstæðingar ykkar samanlagt geta hvorki andmælt né hrakið.+ 16 Jafnvel foreldrar, bræður, ættingjar og vinir munu framselja* ykkur og sumir ykkar verða teknir af lífi.+ 17 Allir munu hata ykkur vegna nafns míns+ 18 en ekki mun týnast eitt einasta hár á höfði ykkar.+ 19 Ef þið eruð þolgóðir varðveitið* þið líf ykkar.+
20 En þegar þið sjáið hersveitir umkringja Jerúsalem+ skuluð þið vita að eyðing hennar er í nánd.+ 21 Þá flýi þeir sem eru í Júdeu til fjalla,+ þeir sem eru inni í borginni yfirgefi hana og þeir sem eru í sveitunum fari ekki inn í hana 22 því að tíminn er þá kominn til að fullnægja réttlætinu* svo að allt rætist sem skrifað er. 23 Þetta verða skelfilegir dagar fyrir barnshafandi konur og þær sem eru með barn á brjósti+ því að mikil neyð verður í landinu og reiði yfir þessari þjóð. 24 Fólk mun falla fyrir sverði og verður flutt nauðugt til allra þjóða,+ og þjóðirnar* munu fótumtroða Jerúsalem þar til tilsettur tími þjóðanna* er á enda.+
25 Einnig verða tákn á sól, tungli og stjörnum,+ og á jörðinni angist þjóða sem eru ráðalausar við drunur og ólgu hafsins. 26 Menn verða máttvana af ótta við það sem þeir búast við að komi yfir heimsbyggðina því að kraftar himnanna nötra. 27 Þá sjá þeir Mannssoninn+ koma í skýi með mætti og mikilli dýrð.+ 28 En þegar þetta fer að gerast skuluð þið rétta úr ykkur og bera höfuðið hátt því að björgun ykkar er skammt undan.“
29 Hann sagði þeim nú líkingu: „Takið eftir fíkjutrénu og öllum hinum trjánum.+ 30 Þegar þau bruma sjáið þið og vitið að sumar er í nánd. 31 Eins skuluð þið vita þegar þið sjáið þetta gerast að ríki Guðs er í nánd. 32 Trúið mér, þessi kynslóð líður alls ekki undir lok fyrr en allt þetta gerist.+ 33 Himinn og jörð líða undir lok en orð mín líða alls ekki undir lok.+
34 Gætið ykkar að íþyngja ekki hjörtum ykkar með ofáti, drykkju+ og áhyggjum lífsins+ svo að dagurinn komi ekki skyndilega yfir ykkur 35 eins og snara.+ En hann kemur yfir alla sem búa á jörðinni. 36 Vakið+ því og biðjið stöðugt+ um að þið komist undan öllu þessu sem á að gerast og standist frammi fyrir Mannssyninum.“+
37 Á daginn kenndi hann í musterinu en fór á kvöldin og gisti á Olíufjallinu sem svo er nefnt. 38 En allt fólkið kom til hans snemma morguns til að hlusta á hann í musterinu.