Bréfið til Galatamanna
6 Bræður, ef einhver fer út af sporinu án þess að átta sig á því skuluð þið sem eruð þroskaðir í trúnni* reyna að leiðrétta hann mildilega.+ En hafðu gát á sjálfum þér+ svo að þú freistist ekki líka.+ 2 Berið hvert annars byrðar+ og uppfyllið þannig lög Krists.+ 3 Sá sem heldur sig vera eitthvað en er þó ekkert+ blekkir sjálfan sig. 4 En hver og einn ætti að rannsaka eigin verk+ án þess að bera sig saman við aðra. Þá hefur hann ástæðu til að gleðjast yfir því sem hann gerir sjálfur.+ 5 Hver og einn þarf að bera sína byrði.*+
6 Allir sem fá fræðslu* um orðið skulu gefa kennaranum af öllum gæðum sínum.+
7 Látið ekki blekkjast: Menn villa ekki um fyrir Guði því að það sem maður sáir, það uppsker hann.+ 8 Sá sem sáir eins og holdið vill uppsker glötun af holdinu en sá sem sáir eins og andinn vill uppsker eilíft líf af andanum.+ 9 Gefumst ekki upp á að gera það sem er gott því að á sínum tíma munum við uppskera ef við missum ekki móðinn.*+ 10 Við skulum því gera öllum gott meðan við höfum tækifæri* til en þó sérstaklega trúsystkinum okkar.
11 Þið takið eftir með hve stórum stöfum ég skrifa ykkur með eigin hendi.
12 Þeir sem vilja líta vel út í augum annarra* reyna að þröngva ykkur til að láta umskerast. Þeir gera það aðeins til að þurfa ekki að þola ofsóknir fyrir kvalastaur* Krists. 13 Þeir sem láta umskerast halda ekki einu sinni sjálfir lögin+ en þeir vilja að þið látið umskerast til að geta stært sig af ykkur.* 14 En aldrei vil ég stæra mig af öðru en kvalastaur* Drottins okkar Jesú Krists.+ Vegna Krists er heimurinn dáinn* gagnvart mér og ég gagnvart heiminum. 15 Það skiptir engu hvort maður er umskorinn eða óumskorinn.+ Það sem máli skiptir er að vera ný sköpun.+ 16 Megi friður og miskunn vera með öllum sem lifa eftir þessari meginreglu, já, með Ísrael Guðs.+
17 Ég bið ykkur að valda mér ekki erfiðleikum framar því að ég ber á líkama mínum brennimerki sem þræll Jesú.+
18 Bræður og systur, megi Drottinn okkar Jesús Kristur í einstakri góðvild sinni blessa það hugarfar sem þið sýnið. Amen.