Bréfið til Rómverja
1 Frá Páli, þjóni Krists Jesú, sem er kallaður til að vera postuli og útvalinn* til að boða fagnaðarboðskap Guðs+ 2 sem Guð lofaði fyrir milligöngu spámanna sinna í heilagri Ritningu, 3 það er að segja boðskapinn um son hans. Hann fæddist sem maður af ætt Davíðs+ 4 en var lýstur sonur Guðs+ með krafti heilags anda þegar hann var reistur upp frá dauðum.+ Þetta er Jesús Kristur, Drottinn okkar. 5 Við* nutum einstakrar góðvildar hans og hlutum postuladóm+ í þeim tilgangi að hjálpa fólki af öllum þjóðum+ að hlýða honum í trú og virða nafn hans. 6 Meðal þessara þjóða voruð þið líka kölluð svo að þið tilheyrðuð Jesú Kristi. 7 Til allra sem Guð elskar í Róm og eru kallaðir til að vera heilagir:
Megi Guð faðir okkar og Drottinn Jesús Kristur sýna ykkur einstaka góðvild og veita ykkur frið.
8 Ég vil byrja á að þakka Guði mínum í nafni Jesú Krists fyrir ykkur öll því að trú ykkar er umtöluð um allan heim. 9 Guð er vottur þess að ég nefni ykkur sífellt í bænum mínum+ en honum veiti ég heilaga þjónustu af öllu hjarta* þegar ég boða fagnaðarboðskapinn um son hans. 10 Og ég bið þess að mér takist loks að koma til ykkar ef þess er nokkur kostur og Guð vill það. 11 Ég þrái að sjá ykkur til að geta gefið ykkur andlega gjöf svo að þið styrkist, 12 eða öllu heldur til að við getum uppörvað hvert annað+ með trú okkar, bæði ykkar og minni.
13 En ég vil að þið vitið, bræður og systur, að ég hef oft ætlað að koma til ykkar en hingað til hefur ýmislegt hindrað það. Mig langaði til að sjá starf mitt bera árangur meðal ykkar eins og hjá hinum þjóðunum. 14 Ég stend í skuld bæði við Grikki og útlendinga,* vitra og óskynsama. 15 Mér er því mikið í mun að boða einnig ykkur sem búið í Róm fagnaðarboðskapinn.+ 16 Ég skammast mín ekki fyrir fagnaðarboðskapinn+ enda er hann kraftur Guðs til að bjarga öllum sem trúa,+ fyrst Gyðingum+ og síðan Grikkjum.+ 17 Með honum opinberast réttlæti Guðs þeim sem trúa og það styrkir trúna,+ en skrifað stendur: „Hinn réttláti mun lifa vegna trúar.“+
18 Reiði Guðs+ opinberast af himni gegn allri óguðlegri hegðun og gegn ranglæti manna sem þagga niður sannleikann+ með ranglátum aðferðum sínum. 19 Það sem hægt er að vita um Guð blasir við þeim því að Guð hefur sýnt þeim það.+ 20 Ósýnilegt eðli hans, bæði eilífur máttur+ hans og guðdómur,+ hefur verið auðséð allt frá sköpun heimsins því að það má skynja af verkum hans.+ Þess vegna hafa mennirnir enga afsökun. 21 Þótt þeir þekktu Guð lofuðu þeir hann ekki sem Guð né þökkuðu honum heldur urðu þeir grunnhyggnir og skynlaus hjörtu þeirra hjúpuðust myrkri.+ 22 Þeir sögðust vera vitrir en urðu heimskir 23 og skiptu á dýrð hins óforgengilega* Guðs og myndum sem líkjast forgengilegum mönnum, fuglum, ferfætlingum og skriðdýrum.+
24 Þess vegna gaf Guð þá á vald óhreinleika svo að þeir fylgdu því sem þeir girntust í hjörtum sínum og svívirtu þannig líkama sína. 25 Þeir skiptu út sannleikanum um Guð fyrir lygina og veittu lotningu* og þjónuðu* hinu skapaða í stað skaparans, hans sem er lofaður að eilífu. Amen. 26 Þess vegna gaf Guð þá svívirðilegum losta á vald+ því að bæði hafa konurnar breytt eðlilegum mökum í óeðlileg+ 27 og sömuleiðis hættu karlmennirnir eðlilegum mökum við konur og brunnu í losta hver til annars. Karlmenn frömdu skömm með karlmönnum+ og tóku út á sjálfum sér verðskuldaða refsingu* fyrir villu sína.+
28 Fyrst þeir kærðu sig ekki um að þekkja Guð* gaf hann þá á vald hugarfari sem honum mislíkar svo að þeir gerðu það sem ekki sæmir.+ 29 Og þeir fylltust alls kyns ranglæti,+ mannvonsku, græðgi+ og illsku, eru öfundsjúkir,+ blóðþyrstir,+ deilugjarnir, sviksamir,+ illgjarnir+ og slúðurberar.* 30 Þeir baktala,+ hata Guð, eru ósvífnir, hrokafullir og montnir, upphugsa ill* verk og eru óhlýðnir foreldrum sínum.+ 31 Þeir skilja ekki neitt,+ standa ekki við loforð sín, eru kærleikslausir og miskunnarlausir. 32 Þessir menn þekkja mætavel réttlát lög Guðs – að þeir sem stunda þetta eru dauðasekir.+ Samt gera þeir þetta og leggja þar að auki blessun sína yfir þá sem stunda það.