Jóhannes segir frá
14 „Verið ekki áhyggjufullir.+ Trúið á Guð+ og trúið á mig. 2 Í húsi föður míns er mikið húsrými.* Ef svo væri ekki hefði ég sagt ykkur það. En nú fer ég burt að búa ykkur dvalarstað þar.+ 3 Þegar ég er farinn og hef búið ykkur stað kem ég aftur og tek ykkur til mín svo að þið séuð einnig þar sem ég er.+ 4 Þið þekkið leiðina þangað sem ég fer.“
5 Tómas+ sagði við hann: „Drottinn, við vitum ekki hvert þú ert að fara. Hvernig getum við þá þekkt leiðina?“
6 Jesús svaraði: „Ég er vegurinn,+ sannleikurinn+ og lífið.+ Enginn kemst til föðurins án mín.+ 7 Ef þið hafið þekkt mig munuð þið líka þekkja föður minn. Héðan í frá þekkið þið hann og hafið séð hann.“+
8 Filippus sagði þá: „Drottinn, sýndu okkur föðurinn. Það nægir okkur.“
9 Jesús svaraði: „Þekkirðu mig ekki, Filippus? Samt er ég búinn að vera hjá ykkur allan þennan tíma. Sá sem hefur séð mig hefur líka séð föðurinn.+ Hvers vegna segirðu þá: ‚Sýndu okkur föðurinn‘? 10 Trúirðu ekki að ég sé sameinaður föðurnum og faðirinn sameinaður mér?+ Það sem ég segi ykkur eru ekki mínar eigin hugmyndir+ heldur er faðirinn, sem er sameinaður mér, að vinna verk sín. 11 Trúið mér að ég er sameinaður föðurnum og faðirinn sameinaður mér. Ef þið gerið það ekki trúið þá vegna sjálfra verkanna.+ 12 Ég segi ykkur með sanni: Hver sem trúir á mig mun vinna sömu verk og ég, og hann mun vinna enn meiri verk+ því að ég fer til föðurins.+ 13 Og ég mun gera hvaðeina sem þið biðjið um í mínu nafni svo að faðirinn hljóti lof vegna sonarins.+ 14 Ef þið biðjið um eitthvað í mínu nafni geri ég það.
15 Ef þið elskið mig haldið þið boðorð mín.+ 16 Ég mun biðja föðurinn og hann mun senda ykkur annan hjálpara* sem verður með ykkur að eilífu,+ 17 anda sannleikans+ sem heimurinn getur ekki tekið á móti því að hann sér hann hvorki né þekkir.+ Þið þekkið hann því að hann er í ykkur og verður með ykkur áfram. 18 Ég skil ykkur ekki eftir eina.* Ég kem til ykkar.+ 19 Innan skamms sér heimurinn mig ekki framar en þið munuð sjá mig+ því að ég lifi og þið munuð lifa. 20 Á þeim degi munuð þið skilja að ég er sameinaður föður mínum, þið sameinaðir mér og ég sameinaður ykkur.+ 21 Sá sem tekur við boðorðum mínum og heldur þau elskar mig. Og þann sem elskar mig mun faðir minn elska og ég mun elska hann og birta honum sjálfan mig.“
22 Júdas+ (ekki Ískaríot) sagði við hann: „Drottinn, hvað kemur til að þú ætlar að birta sjálfan þig okkur en ekki heiminum?“
23 Jesús svaraði honum: „Sá sem elskar mig heldur orð mín+ og faðir minn mun elska hann. Við komum til hans og búum hjá honum.+ 24 Sá sem elskar mig ekki, heldur ekki orð mín. Orðin sem þið heyrið koma ekki frá mér heldur frá föðurnum sem sendi mig.+
25 Ég hef sagt ykkur þetta meðan ég hef verið hjá ykkur. 26 En hjálparinn, heilagi andinn sem faðirinn sendir í mínu nafni, mun kenna ykkur allt og minna ykkur á allt sem ég hef sagt ykkur.+ 27 Ég læt ykkur eftir frið, ég gef ykkur minn frið.+ Friðurinn sem ég gef ykkur er ólíkur þeim sem heimurinn gefur. Verið ekki áhyggjufullir né óttaslegnir. 28 Þið heyrðuð að ég sagði við ykkur: ‚Ég fer burt og ég kem aftur til ykkar.‘ Ef þið elskuðuð mig mynduð þið gleðjast yfir því að ég fer til föðurins því að faðirinn er mér æðri.+ 29 Nú hef ég sagt ykkur þetta áður en það gerist svo að þið trúið þegar það gerist.+ 30 Ég mun ekki tala mikið meira við ykkur því að stjórnandi heimsins+ kemur, en hann hefur ekkert vald yfir* mér.+ 31 En til að heimurinn viti að ég elska föðurinn geri ég eins og faðirinn hefur gefið mér fyrirmæli um.+ Standið upp, við skulum fara héðan.