Markús segir frá
9 Hann hélt áfram og sagði: „Trúið mér, sumir þeirra sem standa hér munu ekki deyja fyrr en þeir sjá ríki Guðs komið og við völd.“+ 2 Sex dögum síðar tók Jesús þá Pétur, Jakob og Jóhannes með sér upp á hátt fjall þar sem þeir voru einir. Þar ummyndaðist hann frammi fyrir þeim.+ 3 Föt hans ljómuðu og urðu langtum hvítari en nokkur þvottamaður á jörð hefði getað gert þau. 4 Og Elía birtist þeim ásamt Móse og þeir töluðu við Jesú. 5 Pétur sagði þá við Jesú: „Rabbí,* það er gott að vera hér. Reisum þrjú tjöld, eitt handa þér, eitt handa Móse og eitt handa Elía.“ 6 Hann vissi í rauninni ekki hvernig hann átti að bregðast við enda voru þeir mjög hræddir. 7 Ský myndaðist og huldi þá og rödd+ heyrðist úr skýinu: „Þetta er sonur minn sem ég elska.+ Hlustið á hann.“+ 8 Síðan litu þeir í kringum sig og sáu að enginn var með þeim lengur nema Jesús.
9 Á leiðinni ofan af fjallinu bannaði Jesús þeim að segja nokkrum frá því sem þeir höfðu séð+ fyrr en Mannssonurinn væri risinn upp frá dauðum.+ 10 Þeir tóku orð hans alvarlega* en ræddu sín á milli hvað hann ætti við með því að hann risi upp frá dauðum. 11 Þeir spurðu hann: „Hvers vegna segja fræðimennirnir að Elía+ eigi að koma fyrst?“+ 12 Hann svaraði þeim: „Það er rétt að Elía kemur fyrst og færir allt í samt lag.+ En hvers vegna stendur skrifað um Mannssoninn að hann þurfi að ganga gegnum miklar þjáningar+ og vera fyrirlitinn?+ 13 Ég segi ykkur að Elía+ er reyndar kominn og þeir fóru með hann eins og þeim sýndist, rétt eins og skrifað er um hann.“+
14 Þegar þeir komu til hinna lærisveinanna sáu þeir mikinn mannfjölda kringum þá og fræðimenn voru að þræta við þá.+ 15 En um leið og allt fólkið kom auga á Jesú varð það steinhissa og hljóp til hans til að heilsa honum. 16 Þá spurði hann: „Um hvað eruð þið að þræta við þá?“ 17 Einn úr mannfjöldanum svaraði honum: „Kennari, ég kom með son minn til þín því að hann er haldinn anda sem gerir hann mállausan.+ 18 Hvar sem andinn grípur hann kastar hann honum til jarðar og hann froðufellir, gnístir tönnum og missir máttinn. Ég bað lærisveina þína að reka hann út en þeir gátu það ekki.“ 19 Jesús sagði þá við fólkið: „Þú trúlausa kynslóð,+ hve lengi þarf ég að vera hjá ykkur? Hve lengi þarf ég að umbera ykkur? Komið með hann til mín.“+ 20 Þeir komu þá með drenginn til Jesú. En um leið og andinn sá hann olli hann krampaflogi hjá drengnum og hann féll til jarðar, veltist um og froðufelldi. 21 Jesús spurði þá föður hans: „Hve lengi hefur þetta hrjáð hann?“ Hann svaraði: „Frá barnæsku, 22 og oft hefur andinn kastað honum bæði í eld og vatn til að fyrirfara honum. En ef þú getur gert eitthvað hafðu þá samúð með okkur og hjálpaðu okkur.“ 23 Jesús sagði við hann: „‚Ef þú getur,‘ segirðu. Sá sem trúir er fær um allt.“+ 24 Faðir barnsins hrópaði samstundis: „Ég trúi! Hjálpaðu mér að eignast sterkari trú!“*+
25 Jesús tók nú eftir að mannfjöldi streymdi til þeirra. Hann ávítaði þá óhreina andann og sagði við hann: „Þú mállausi og heyrnarlausi andi, ég skipa þér að fara úr honum og komdu aldrei í hann aftur!“+ 26 Andinn æpti og olli miklum krampaflogum og fór síðan úr honum. Drengurinn virtist vera dáinn þannig að flestir sögðu: „Hann er dáinn!“ 27 En Jesús tók í hönd hans, reisti hann upp og hann stóð á fætur. 28 Þegar Jesús var kominn inn í hús og var einn með lærisveinunum spurðu þeir hann: „Hvers vegna gátum við ekki rekið hann út?“+ 29 Hann svaraði: „Þessa tegund er ekki hægt að reka út nema með bæn.“
30 Þeir lögðu af stað þaðan og fóru um Galíleu en hann vildi ekki að neinn fengi að vita það 31 því að hann var að kenna lærisveinunum. Hann sagði við þá: „Mannssonurinn verður svikinn í hendur manna og þeir munu taka hann af lífi+ en þrem dögum síðar rís hann upp frá dauðum.“+ 32 En þeir skildu ekki það sem hann sagði og þorðu ekki að spyrja hann.
33 Þeir komu nú til Kapernaúm og þegar hann var kominn inn í húsið spurði hann þá: „Um hvað voruð þið að deila á leiðinni?“+ 34 Þeir þögðu því að þeir höfðu verið að deila um það sín á milli hver þeirra væri mestur. 35 Hann settist niður, kallaði til sín þá tólf og sagði: „Sá sem vill vera fremstur þarf að vera síðastur allra og þjónn allra.“+ 36 Síðan tók hann barn, lét það standa meðal þeirra, tók utan um það og sagði við þá: 37 „Hver sem tekur við einu slíku barni+ vegna nafns míns tekur einnig við mér og hver sem tekur við mér tekur ekki aðeins við mér heldur einnig þeim sem sendi mig.“+
38 Jóhannes sagði við hann: „Kennari, við sáum mann reka út illa anda í þínu nafni og við reyndum að aftra honum frá því þar sem hann fylgdi okkur ekki.“+ 39 En Jesús sagði: „Reynið ekki að aftra honum því að enginn sem vinnur máttarverk í mínu nafni getur talað illa um mig strax á eftir. 40 Sá sem er ekki á móti okkur er með okkur.+ 41 Ég fullvissa ykkur um að hver sem gefur ykkur bolla af vatni að drekka af því að þið tilheyrið Kristi+ fer alls ekki á mis við laun sín.+ 42 En ef einhver veldur því að einn af þessum minnstu sem trúa fellur væri betra fyrir hann að vera kastað í hafið með stóran myllustein* um hálsinn.+
43 Ef hönd þín verður þér að falli skaltu höggva hana af. Það er betra fyrir þig að ganga limlestur inn til lífsins en að hafa báðar hendur og lenda í Gehenna,* í hinum óslökkvandi eldi.+ 44* —— 45 Ef fótur þinn verður þér að falli skaltu höggva hann af. Það er betra fyrir þig að ganga einfættur inn til lífsins en að hafa báða fætur og vera kastað í Gehenna.*+ 46* —— 47 Og ef auga þitt verður þér að falli skaltu kasta því burt.+ Það er betra fyrir þig að ganga eineygður inn í ríki Guðs en að hafa bæði augun og vera kastað í Gehenna*+ 48 þar sem maðkurinn deyr ekki og eldurinn slokknar ekki.+
49 Allir verða að saltast með eldi.+ 50 Salt er gott en ef saltið missir seltuna með hverju ætlið þið þá að krydda það?+ Hafið salt í sjálfum ykkur+ og haldið frið hver við annan.“+