Síðara bréf Péturs
3 Þið elskuðu, þetta er nú annað bréfið sem ég skrifa ykkur. Eins og í fyrra bréfinu vil ég örva hjá ykkur skýra hugsun með áminningum+ 2 til að þið munið það sem heilagir spámenn hafa áður sagt* og sömuleiðis boðorð Drottins, frelsarans, sem postular ykkar fluttu. 3 Hafið fyrst og fremst í huga að á síðustu dögum koma hæðnir menn sem stjórnast af eigin löngunum og segja háðslega:+ 4 „Hvað varð um fyrirheitna nærveru hans?+ Frá því að forfeður okkar sofnuðu hefur allt gengið sinn vanagang, rétt eins og frá upphafi sköpunarinnar.“+
5 Viljandi loka þeir augunum fyrir því að endur fyrir löngu voru til himnar og jörð sem stóð óbifanleg upp úr vatni og var umlukin vatni vegna orðs Guðs+ 6 og að vegna þess hafi þáverandi heimur farist í vatnsflóði.+ 7 En vegna sama orðs eru núverandi himnar og jörð geymd eldinum og bíða þess dags að óguðlegir verði dæmdir og þeim eytt.+
8 Látið það samt ekki fara fram hjá ykkur, þið elskuðu, að hjá Jehóva* er einn dagur eins og þúsund ár og þúsund ár eins og einn dagur.+ 9 Jehóva* er ekki seinn á sér að efna fyrirheit sitt+ þótt sumum finnist það, heldur er hann þolinmóður við ykkur því að hann vill ekki að neinn farist heldur að allir fái tækifæri til að iðrast.+ 10 En dagur Jehóva*+ kemur eins og þjófur.+ Þá líða himnarnir undir lok+ með miklum gný,* frumefnin bráðna í ógnarhita og jörðin og verkin á henni verða afhjúpuð.+
11 Þar sem allt þetta á að eyðast á þennan hátt hugsið þá um hvers konar manneskjur þið eigið að vera. Þið eigið að vera guðrækin og heilög í hegðun 12 meðan þið bíðið og hafið stöðugt í huga að dagur Jehóva* er nálægur,*+ en þann dag munu himnarnir eyðast+ í eldi og frumefnin bráðna í ógnarhita. 13 En við bíðum eftir nýjum himnum og nýrri jörð samkvæmt fyrirheiti hans+ og þar mun réttlæti búa.+
14 Þar sem þið væntið þessa, þið elskuðu, skuluð þið gera ykkar ýtrasta til að reynast að lokum flekklaus og lýtalaus í augum Guðs og eiga frið.+ 15 Og lítið svo á að þolinmæði Drottins okkar sé til björgunar, rétt eins og elskaður bróðir okkar, Páll, hefur skrifað ykkur samkvæmt þeirri visku sem honum er gefin.+ 16 Hann talar um þetta í öllum bréfum sínum. En í þeim er sumt torskilið sem fáfróðir* og hvikulir menn rangsnúa, eins og þeir gera reyndar með Ritninguna í heild, sjálfum sér til tortímingar.
17 Þar sem þið vitið þetta fyrir fram, þið elskuðu, skuluð þið gæta að ykkur til að leiðast ekki afvega af villu þessara illu manna og falla frá staðfestu* ykkar.+ 18 Megi einstök góðvild Guðs og þekking á Drottni okkar og frelsara Jesú Kristi aukast hjá ykkur. Honum sé dýrðin, bæði nú og til eilífðardags. Amen.