Lúkas segir frá
12 Meðan þessu fór fram hafði fólk flykkst að þúsundum saman og tróð hvað á öðru. Jesús sneri sér að lærisveinunum og sagði: „Varið ykkur á súrdeigi farísea sem er hræsnin.+ 2 Ekkert er vandlega falið sem kemur ekki í ljós og ekkert er leynt sem verður ekki kunnugt.+ 3 Hvað sem þið segið í myrkri heyrist í birtu og það sem þið hvíslið fyrir luktum dyrum verður boðað af húsþökum. 4 Ég segi ykkur enn fremur, vinir mínir:+ Hræðist ekki þá sem drepa líkamann og geta síðan ekki gert neitt meira.+ 5 En ég skal segja ykkur hvern á að hræðast: Hræðist þann sem hefur vald til að drepa og síðan varpa í Gehenna.*+ Já, ég segi ykkur, hræðist hann.+ 6 Eru ekki fimm spörvar seldir fyrir tvo smápeninga?* Samt gleymir Guð engum* þeirra.+ 7 En á ykkur eru jafnvel öll höfuðhárin talin.+ Verið óhrædd, þið eruð meira virði en margir spörvar.+
8 Ég segi ykkur að hvern þann sem kannast við mig frammi fyrir mönnum+ mun Mannssonurinn einnig kannast við frammi fyrir englum Guðs.+ 9 En þeim sem afneitar mér frammi fyrir mönnum verður afneitað frammi fyrir englum Guðs.+ 10 Og hverjum sem talar gegn Mannssyninum verður fyrirgefið en þeim sem lastmælir gegn heilögum anda verður ekki fyrirgefið.+ 11 Þegar þeir draga ykkur fyrir opinber dómþing,* valdamenn og yfirvöld skuluð þið ekki hafa áhyggjur af því hvernig þið eigið að verja ykkur eða hvað þið eigið að segja+ 12 því að heilagur andi kennir ykkur á þeirri stundu hvað þið skuluð segja.“+
13 Einn úr mannfjöldanum sagði þá við hann: „Kennari, segðu bróður mínum að skipta arfinum með mér.“ 14 Hann svaraði: „Maður, hver skipaði mig dómara eða skiptaráðanda yfir ykkur tveim?“ 15 Síðan sagði hann við þá: „Hafið augun opin og varist hvers kyns græðgi*+ því að eigur manns veita honum ekki líf þótt hann búi við allsnægtir.“+ 16 Hann sagði þeim svo þessa dæmisögu: „Ríkur maður átti land sem gaf vel af sér. 17 Hann hugsaði þá með sér: ‚Hvað á ég nú að gera fyrst ég kem uppskeru minni hvergi fyrir?‘ 18 Síðan sagði hann: ‚Þetta ætla ég að gera:+ Ég ríf hlöður mínar og byggi aðrar stærri og þangað safna ég öllu korni mínu og eigum, 19 og ég segi við sjálfan mig: „Þú átt miklar birgðir til margra ára. Taktu það rólega, borðaðu, drekktu og njóttu lífsins.“‘ 20 En Guð sagði við hann: ‚Óskynsami maður, í nótt deyrðu.* Hver fær þá það sem þú hefur safnað?‘+ 21 Þannig fer fyrir þeim sem safnar sér auði en er ekki ríkur í augum Guðs.“+
22 Síðan sagði hann við lærisveina sína: „Þess vegna segi ég ykkur: Hættið að hafa áhyggjur af því hvað þið eigið að borða til að viðhalda lífi ykkar eða hverju þið eigið að klæðast.+ 23 Lífið er meira virði en maturinn og líkaminn meira virði en fötin. 24 Hugsið til hrafnanna: Þeir sá hvorki né uppskera og hafa hvorki forðabúr né hlöður en Guð fóðrar þá samt.+ Eruð þið ekki miklu meira virði en fuglar?+ 25 Hvert ykkar getur með áhyggjum lengt ævi sína um alin?* 26 Fyrst þið getið ekki gert slíkt smáræði, hvers vegna ættuð þið þá að hafa áhyggjur af öllu hinu?+ 27 Hugsið til þess hvernig liljurnar vaxa. Þær vinna hvorki né spinna en ég segi ykkur að jafnvel Salómon í allri sinni dýrð var ekki eins fallega klæddur og ein þeirra.+ 28 Fyrst Guð prýðir þannig gróðurinn á vellinum sem stendur í dag og er kastað í ofn á morgun hlýtur hann miklu frekar að klæða ykkur, þið trúlitlu. 29 Hættið að vera upptekin af því hvað þið eigið að borða og drekka, og hættið að vera áhyggjufull.+ 30 Fólkið í heiminum keppist eftir öllu þessu en faðir ykkar veit að þið þarfnist þessa.+ 31 Einbeitið ykkur heldur að ríki hans og þá fáið þið þetta að auki.+
32 Vertu ekki hrædd, litla hjörð,+ því að faðir ykkar hefur ákveðið að gefa ykkur ríkið.+ 33 Seljið eigur ykkar og gefið fátækum gjafir.*+ Fáið ykkur pyngjur sem slitna ekki, óþrjótandi fjársjóð á himnum+ þar sem þjófar ná ekki til og mölur eyðir ekki. 34 Þar sem fjársjóður ykkar er, þar verður líka hjarta ykkar.
35 Verið albúin*+ og látið loga á lömpum ykkar.+ 36 Verið eins og menn sem bíða eftir að húsbóndi þeirra komi heim+ úr brúðkaupinu+ þannig að þeir geti opnað fyrir honum um leið og hann bankar. 37 Þjónarnir sem húsbóndinn finnur viðbúna þegar hann kemur eru glaðir. Trúið mér, hann klæðir sig í þjónsföt,* lætur þá leggjast til borðs og gengur um og þjónar þeim. 38 Þeir eru glaðir ef hann kemur og finnur þá viðbúna á annarri næturvöku* eða jafnvel þriðju.* 39 En það skuluð þið vita að húseigandinn myndi ekki láta brjótast inn í hús sitt ef hann vissi hvenær* þjófurinn kæmi.+ 40 Verið þið líka viðbúin því að Mannssonurinn kemur þegar* þið búist ekki við honum.“+
41 Pétur spurði þá: „Drottinn, ertu að segja öllum þessa dæmisögu eða bara okkur?“ 42 Drottinn svaraði: „Hver er eiginlega hinn trúi og skynsami* ráðsmaður* sem húsbóndinn setur yfir vinnuhjú sín til að gefa þeim matarskammtinn stöðugt á réttum tíma?+ 43 Sá þjónn er glaður ef húsbóndi hans sér hann gera það þegar hann kemur. 44 Trúið mér, hann setur hann yfir allar eigur sínar. 45 En ef þjónninn segir í hjarta sínu: ‚Húsbónda mínum seinkar,‘ og fer að berja vinnumenn og vinnukonur og borða og drekka sig drukkinn+ 46 þá kemur húsbóndi hans á degi sem hann á ekki von á og stund sem hann býst ekki við. Hann refsar þá þjóninum harðlega og rekur hann út til hinna ótrúu. 47 Þjónninn vissi hvað húsbóndinn vildi en var hvorki tilbúinn né gerði það sem hann var beðinn um.* Hann verður því barinn mörg högg.+ 48 En sá sem kallaði yfir sig refsingu í vanvisku sinni verður barinn fá högg. Hver sem mikið er gefið verður krafinn um mikið og sá sem er settur yfir mikið verður krafinn um meira en venjulegt er.+
49 Ég kom til að kveikja eld á jörð og hann er nú þegar kveiktur. Hvers get ég óskað umfram það? 50 En ég þarf að skírast ákveðinni skírn og hún hvílir þungt á mér þar til henni er lokið.+ 51 Haldið þið að ég sé kominn til að færa frið á jörð? Nei, segi ég ykkur, ég kom öllu heldur til að valda sundrung.+ 52 Héðan í frá verða fimm í sama húsi ósáttir, þrír á móti tveim og tveir á móti þrem. 53 Faðir snýst gegn syni og sonur gegn föður, móðir gegn dóttur og dóttir gegn móður, tengdamóðir gegn tengdadóttur og tengdadóttir gegn tengdamóður.“+
54 Síðan sagði hann við fólkið: „Þegar þið sjáið ský draga upp í vestri segið þið undireins: ‚Óveður er í aðsigi,‘ og það verður. 55 Og þegar sunnanvindur blæs segið þið: ‚Nú kemur hitabylgja,‘ og það gerist. 56 Hræsnarar, þið kunnið að ráða útlit himins og jarðar en hvers vegna skiljið þið ekki þýðingu þess sem er að gerast núna?+ 57 Hvers vegna getið þið ekki sjálf dæmt um hvað sé rétt? 58 Tökum dæmi: Þegar þú ert á leið til yfirvalda með þeim sem höfðar mál gegn þér skaltu reyna að ná sáttum við hann til að hann dragi þig ekki fyrir dómara, dómarinn afhendi þig réttarþjóninum og réttarþjónninn varpi þér í fangelsi.+ 59 Ég segi þér að þú losnar alls ekki þaðan fyrr en þú greiðir upp skuldina, hvern einasta eyri.“*