Fyrra bréf Péturs
2 Losið ykkur því við alla illsku+ og blekkingar, hræsni, öfund og allt baktal. 2 Glæðið með ykkur löngun, eins og nýfædd börn,+ í ómengaða* mjólk frá orði Guðs til að þið getið dafnað af henni og frelsast.+ 3 Þið getið það þar sem þið hafið smakkað* að Drottinn er góður.
4 Menn höfnuðu honum,+ lifandi steini sem Guð útvaldi og er honum dýrmætur.+ Þegar þið komið til hans 5 verðið þið sjálf eins og lifandi steinar og gerð að andlegu húsi.+ Þið verðið heilög prestastétt sem færir andlegar fórnir,+ þóknanlegar Guði, fyrir milligöngu Jesú Krists.+ 6 Í Ritningunni segir: „Sjáið! Ég legg útvalinn stein í Síon, dýrmætan undirstöðuhornstein, og enginn sem trúir á hann verður nokkurn tíma fyrir vonbrigðum.“*+
7 Hann er sem sagt dýrmætur ykkur því að þið trúið, en þeim sem trúa ekki er „steinninn sem smiðirnir höfnuðu+ orðinn að aðalhornsteini“*+ 8 og að „ásteytingarsteini og hneykslunarhellu“.+ Þeir hrasa af því að þeir óhlýðnast orðinu. Þetta er endirinn sem bíður þeirra. 9 En þið eruð „útvalinn kynstofn, konungleg prestastétt, heilög þjóð,+ fólk sem tilheyrir Guði+ til að boða vítt og breitt hve stórfenglegur hann er“*+ sem kallaði ykkur út úr myrkrinu til síns unaðslega ljóss.+ 10 Einu sinni voruð þið ekki fólk Guðs en nú eruð þið fólk hans.+ Einu sinni nutuð þið ekki miskunnar en nú hefur ykkur verið miskunnað.+
11 Þið elskuðu, ég hvet ykkur sem útlendinga og dvalargesti í þessum heimi+ til að halda ykkur frá holdlegum girndum+ sem heyja stríð gegn ykkur.+ 12 Hegðið ykkur vel meðal þjóðanna+ þannig að þeir sem saka ykkur um vond verk sjái góð verk ykkar+ og lofi Guð á skoðunardegi hans.
13 Verið undirgefin allri mannlegri skipan*+ vegna Drottins, hvort heldur konungi,+ sem er yfir öðrum, 14 eða landstjórum sem hann sendir til að refsa afbrotamönnum og hrósa þeim sem gera gott.+ 15 Það er vilji Guðs að þið gerið gott og þaggið þannig niður í* óskynsömum mönnum sem tala af fávisku sinni.+ 16 Verið eins og frjálst fólk+ en notið ekki frelsi ykkar til að breiða yfir* ranga breytni+ heldur til að þjóna Guði.+ 17 Virðið alls konar menn,+ elskið allt bræðralagið,+ óttist Guð,+ virðið konunginn.+
18 Þjónar skulu vera undirgefnir húsbændum sínum með tilhlýðilegri virðingu,+ ekki aðeins hinum góðu og sanngjörnu heldur einnig þeim sem er erfitt að gera til geðs. 19 Það er Guði þóknanlegt þegar einhver þolir erfiðleika* og þjáist saklaus vegna þess að hann vill hafa hreina samvisku gagnvart honum.+ 20 Hvað er hrósvert við að halda út ef þið eruð barin fyrir að syndga?+ En sé það vegna góðra verka sem þið þjáist með þolgæði þá er það Guði þóknanlegt.+
21 Til þessa voruð þið reyndar kölluð því að Kristur þjáðist fyrir ykkur+ og lét ykkur eftir fyrirmynd til að þið skylduð feta náið í fótspor hans.+ 22 Hann syndgaði aldrei+ og svik var ekki að finna í munni hans.+ 23 Hann svaraði ekki með fúkyrðum+ þegar hann var smánaður.*+ Hann hótaði ekki þegar hann þjáðist+ heldur fól sjálfan sig á hendur honum sem dæmir+ með réttlæti. 24 Hann bar sjálfur syndir okkar+ á líkama sínum þegar hann var negldur á staurinn*+ til að við gætum dáið gagnvart* syndunum og lifað í réttlæti. Og „vegna sára hans læknuðust þið“.+ 25 Þið voruð eins og villuráfandi sauðir+ en nú hafið þið snúið aftur til hirðis+ og umsjónarmanns sálna* ykkar.