Fyrra bréfið til Korintumanna
15 Nú minni ég ykkur, bræður og systur, á fagnaðarboðskapinn sem ég boðaði ykkur+ og þið tókuð við og hafið tekið afstöðu með. 2 Ef þið haldið fast við fagnaðarboðskapinn sem ég boðaði ykkur þá bjargist þið. Annars er tilgangslaust fyrir ykkur að trúa.
3 Eitt það fyrsta sem ég kenndi ykkur var það sem ég hafði sjálfur tekið við, að Kristur dó fyrir syndir okkar eins og segir í Ritningunum,+ 4 að hann var grafinn+ og reistur upp+ á þriðja degi+ eins og segir í Ritningunum+ 5 og að hann birtist Kefasi*+ og síðan þeim tólf.+ 6 Eftir það birtist hann meira en 500 lærisveinum* í einu+ og flestir þeirra eru enn á meðal okkar en sumir eru dánir.* 7 Síðan birtist hann Jakobi+ og svo öllum postulunum.+ 8 En síðast allra birtist hann einnig mér+ eins og ég væri fæddur fyrir tímann.
9 Ég er sístur postulanna og er ekki þess verður að kallast postuli vegna þess að ég ofsótti söfnuð Guðs.+ 10 En ég er það sem ég er vegna einstakrar góðvildar Guðs. Og góðvild hans í minn garð hefur ekki verið til einskis því að ég hef stritað meira en þeir allir, þó ekki í eigin krafti heldur vegna þess að einstök góðvild Guðs er með mér. 11 Þennan boðskap boðum við, bæði ég og hinir postularnir, og þannig hafið þið fengið trúna.
12 Fyrst boðað er að Kristur hafi verið reistur upp frá dauðum,+ hvernig geta þá sum ykkar sagt að dauðir rísi ekki upp? 13 Ef það er rétt að dauðir rísi ekki upp er Kristur ekki heldur risinn upp. 14 En ef Kristur er ekki risinn upp er boðun okkar vissulega tilgangslaus og trú ykkar sömuleiðis. 15 Við erum þá líka ljúgvottar um Guð.+ Við höfum þá vitnað gegn honum þegar við segjum að hann hafi reist Krist upp+ sem hann gerði þó ekki ef dauðir rísa ekki upp. 16 Ef dauðir eiga ekki að rísa upp er Kristur ekki heldur risinn upp. 17 Og sé Kristur ekki risinn upp er trú ykkar til einskis og þið hafið ekki fengið syndafyrirgefningu.+ 18 Þeir sem eru dánir sem lærisveinar Krists* eru þá glataðir fyrir fullt og allt.+ 19 Ef von okkar á Krist nær aðeins til þessa lífs erum við aumkunarverðust allra manna.
20 En nú er Kristur risinn upp frá dauðum, frumgróði þeirra sem eru dánir.+ 21 Þar sem dauðinn kom vegna manns+ kemur upprisa dauðra líka vegna manns.+ 22 Eins og allir deyja vegna sambands síns við Adam+ verða líka allir lífgaðir vegna sambands síns við Krist.+ 23 En hver í sinni röð: Kristur er frumgróðinn+ og síðan, meðan hann er nærverandi, koma þeir sem tilheyra honum.+ 24 Eftir það kemur endirinn þegar hann afhendir Guði sínum og föður ríkið eftir að hafa gert að engu allar stjórnir, yfirvöld og máttarvöld.+ 25 Hann á að ríkja sem konungur þar til Guð hefur lagt alla óvini undir fætur hans.+ 26 Dauðinn er síðasti óvinurinn sem verður gerður að engu.+ 27 Guð „hefur lagt allt undir fætur hans“.+ En þegar hann segir að ‚allt hafi verið lagt undir hann‘+ er augljóst að sá er undanskilinn sem lagði allt undir hann.+ 28 Þegar allt hefur verið lagt undir soninn mun hann sjálfur skipa sig undir Guð sem lagði allt undir hann+ til að Guð verði öllum allt.+
29 Hvað verður um þá sem láta skírast til þess að deyja ef hinir dánu rísa ekki upp?+ Og hvers vegna eru þeir á annað borð að láta skírast til að deyja? 30 Hvers vegna leggjum við okkur stöðugt í hættu?+ 31 Dauðinn blasir við mér á hverjum degi. Það er jafn öruggt og að ég gleðst yfir ykkur, bræður og systur, í Kristi Jesú, Drottni okkar. 32 Ef ég hef barist eins og aðrir menn* við villidýr í Efesus+ hvaða gagn hef ég þá af því? Ef hinir dánu verða ekki reistir upp „skulum við borða og drekka því að á morgun deyjum við“.+ 33 Látið ekki blekkjast. Vondur félagsskapur spillir góðum venjum.*+ 34 Takið sönsum. Gerið það sem er rétt og hættið að syndga. Sum ykkar hafa enga þekkingu á Guði. Ég segi þetta til að þið finnið til skammar.
35 En nú spyr einhver: „Hvernig verða hinir dánu reistir upp? Hvers konar líkama fá þeir?“+ 36 Þú óskynsami maður! Það sem þú sáir lifnar ekki nema það deyi fyrst. 37 Og það sem þú sáir er ekki plantan* sem vex heldur bert frækornið, hvort sem það er hveitikorn eða annars konar fræ. 38 En Guð gefur því líkama eins og honum þóknast og gefur hvers kyns fræi sinn líkama. 39 Hold er líka margbreytilegt. Mennirnir hafa sína tegund af holdi og búfé sína, fuglar hafa sitt hold og fiskar sitt. 40 Til eru himneskir líkamar+ og jarðneskir líkamar+ en dýrð hinna himnesku er ein og hinna jarðnesku önnur. 41 Sólin hefur sinn ljóma, tunglið sinn+ og stjörnurnar sinn. Ljómi einstakra stjarna er jafnvel mismunandi.
42 Eins er með upprisu hinna dánu. Það sem er sáð er forgengilegt en það sem rís upp er óforgengilegt.*+ 43 Sáð er í vansæmd en upp rís í vegsemd.+ Sáð er í veikleika en upp rís í styrkleika.+ 44 Sáð er efnislegum líkama en upp rís andlegur líkami. Fyrst til er efnislegur líkami er einnig til andlegur líkami. 45 Þannig er líka skrifað: „Hinn fyrsti maður Adam varð lifandi vera.“*+ Hinn síðari Adam varð lífgefandi andi.+ 46 Hið andlega kemur þó ekki fyrst. Hið efnislega kemur fyrst og síðan hið andlega. 47 Fyrsti maðurinn er frá jörðinni og er myndaður úr mold.+ Síðari maðurinn er frá himni.+ 48 Þeir sem eru myndaðir úr mold eru eins og sá sem var myndaður úr mold og hinir himnesku eru eins og hinn himneski.+ 49 Og eins og við líkjumst þeim sem var myndaður úr mold+ munum við einnig líkjast hinum himneska.+
50 En það segi ég ykkur, bræður og systur, að hold og blóð getur ekki erft ríki Guðs né getur hið forgengilega erft hið óforgengilega.* 51 Ég segi ykkur heilagan leyndardóm: Við munum ekki öll sofna dauðasvefni en við munum öll umbreytast+ 52 á svipstundu, á augabragði, við síðasta lúðurþytinn. Lúðurinn hljómar+ og hinir dánu rísa upp óforgengilegir og við umbreytumst. 53 Sá sem er forgengilegur þarf að breytast og verða óforgengilegur+ og sá sem er dauðlegur þarf að verða ódauðlegur.+ 54 En þegar sá sem er forgengilegur verður óforgengilegur og sá sem er dauðlegur verður ódauðlegur þá rætist það sem er skrifað: „Dauðinn er afmáður að eilífu.“+ 55 „Dauði, hvar er sigur þinn? Dauði, hvar er broddur þinn?“+ 56 Syndin er broddurinn sem veldur dauða+ og lögin gefa syndinni mátt.+ 57 En þökkum Guði fyrir að veita okkur sigurinn með hjálp Drottins okkar Jesú Krists.+
58 Kæru bræður og systur, verið þess vegna staðföst+ og óhagganleg, og verið alltaf önnum kafin+ í verki Drottins því að þið vitið að erfiði ykkar fyrir Drottin er ekki til einskis.+