Bréfið til Hebrea
11 Trú er fullvissa um það sem menn vona,+ sannfæring um* þann veruleika sem ekki er hægt að sjá. 2 Hennar vegna fengu menn til forna* þann vitnisburð að þeir hefðu velþóknun Guðs.
3 Vegna trúar skiljum við að allt á himni og jörð* varð til með orði Guðs og að hið sýnilega varð til af hinu ósýnilega.
4 Vegna trúar færði Abel Guði verðmætari fórn en Kain,+ og vegna trúar sinnar fékk hann staðfest* að hann væri réttlátur því að Guð var ánægður með* fórnargjafir hans.+ Þótt hann sé dáinn talar hann enn+ með trú sinni.
5 Vegna trúar var Enok+ tekinn burt til að hann skyldi ekki deyja með venjulegum hætti, og hann var hvergi að finna því að Guð hafði tekið hann.+ Áður en hann var tekinn burt hafði hann fengið staðfest* að hann hefði velþóknun Guðs. 6 En án trúar er ekki hægt að þóknast Guði því að sá sem gengur fram fyrir Guð verður að trúa að hann sé til og að hann launi þeim sem leita hans í einlægni.+
7 Vegna trúar sýndi Nói+ að hann óttaðist Guð og smíðaði örk+ til að bjarga fjölskyldu sinni eftir að Guð hafði varað hann við því sem ekki var enn hægt að sjá.+ Með trú sinni dæmdi hann heiminn+ og erfði réttlætið sem kemur af trú.
8 Vegna trúar hlýddi Abraham+ þegar Guð kallaði hann og fór burt til staðar sem hann átti að fá í arf. Hann fór burt þótt hann vissi ekki hvert leiðin lá.+ 9 Vegna trúar bjó hann sem útlendingur í fyrirheitna landinu eins og það væri framandi land.+ Hann bjó í tjöldum+ ásamt Ísak og Jakobi en Guð hafði lofað að gefa þeim það sama og honum.+ 10 Hann vænti þeirrar borgar sem hefur traustan grunn, þeirrar sem Guð hannaði og byggði.+
11 Vegna trúar fékk Sara mátt til að verða barnshafandi og eignast afkomanda þó að hún væri orðin of gömul,+ því að hún var viss um að sá sem gaf loforðið væri trúr. 12 Þar af leiðandi gat einn maður, sem var sama sem dáinn,+ eignast eins marga afkomendur+ og stjörnur eru á himni og jafn óteljandi og sandkorn á sjávarströnd.+
13 Allir þessir þjónar Guðs dóu í trú þó að þeir hefðu ekki séð loforðin rætast.+ Þeir sáu þau í fjarska,+ fögnuðu þeim og játuðu opinberlega að þeir væru aðkomufólk og byggju tímabundið í landinu. 14 Þeir sem tala þannig láta í ljós að þeir þrái að eignast sitt eigið aðsetur. 15 Ef þeir hefðu látið hugann dvelja við staðinn sem þeir fóru frá+ hefðu þeir fundið sér tilefni til að snúa þangað aftur. 16 En nú þráðu þeir betra aðsetur, stað sem tilheyrir himnum. Þess vegna skammast Guð sín ekki fyrir þá, fyrir að kallast Guð þeirra.+ Hann hefur jafnvel búið þeim borg.+
17 Vegna trúar var Abraham að því kominn að fórna Ísak þegar hann var reyndur.+ Hann sem hafði tekið loforðunum fagnandi ætlaði að fórna einkasyni sínum+ 18 þó að honum hefði verið sagt: „Þeir sem verða kallaðir afkomendur þínir koma af Ísak.“+ 19 En hann hugsaði sem svo að Guð væri jafnvel fær um að reisa hann upp frá dauðum og hann endurheimti hann þaðan, en það hefur táknræna merkingu.+
20 Vegna trúar blessaði Ísak þá Jakob+ og Esaú+ og sagði þeim hvað framtíðin bæri í skauti sér.
21 Vegna trúar blessaði Jakob báða syni Jósefs+ þegar hann var að dauða kominn.+ Hann hallaði sér fram á staf sinn og tilbað Guð.+
22 Vegna trúar talaði Jósef um brottför Ísraelsmanna skömmu áður en hann dó og gaf fyrirmæli um* hvað gert skyldi við bein sín.*+
23 Vegna trúar földu foreldrar Móse hann í þrjá mánuði eftir að hann fæddist+ því að þeir sáu að barnið var fallegt+ og óttuðust ekki skipun konungs.+ 24 Vegna trúar neitaði Móse, þegar hann var orðinn fullorðinn,+ að láta kalla sig dótturson faraós+ 25 og kaus frekar að þola illa meðferð með fólki Guðs en að njóta unaðar af syndinni um skamman tíma. 26 Hann áleit smánina sem fylgdi því að vera smurður* verðmætari en fjársjóði Egyptalands því að hann hafði launin stöðugt fyrir augum sér. 27 Vegna trúar yfirgaf hann Egyptaland+ og óttaðist ekki reiði konungsins.+ Hann var staðfastur eins og hann sæi hinn ósýnilega.+ 28 Vegna trúar hélt hann páska og sletti blóðinu á dyrastafina svo að eyðandinn myndi ekki gera frumburðum fólksins mein.*+
29 Vegna trúar gengu Ísraelsmenn gegnum Rauðahafið eins og á þurru landi+ en þegar Egyptar reyndu það gleypti hafið þá.+
30 Vegna trúar hrundu múrar Jeríkó eftir að fólkið hafði gengið í kringum þá í sjö daga.+ 31 Vegna trúar fórst vændiskonan Rahab ekki ásamt hinum óhlýðnu því að hún tók vinsamlega á móti njósnurunum.+
32 Og hvað fleira get ég sagt? Ég hefði ekki nægan tíma ef ég færi að segja frá Gídeon,+ Barak,+ Samson,+ Jefta+ og Davíð+ og frá Samúel+ og hinum spámönnunum. 33 Vegna trúar sigruðu þeir konungsríki,+ komu á réttlæti, fengu loforð,+ lokuðu gini ljóna,+ 34 stóðust mátt eldsins+ og komust undan sverðinu.+ Þeir voru veikburða en urðu sterkir,+ gerðust öflugir í stríði+ og hröktu innrásarheri á flótta.+ 35 Konur endurheimtu látna ástvini þegar þeir voru reistir upp.+ Sumir voru pyntaðir vegna þess að þeir þáðu ekki lausn gegn gjaldi. Þeir vildu heldur hljóta betri upprisu. 36 Aðrir voru hæddir og húðstrýktir og voru jafnvel fjötraðir+ og hnepptir í fangelsi.+ 37 Þeir þoldu prófraunir og voru grýttir,+ sagaðir í sundur* og drepnir með sverði.+ Þeir gengu um í sauðargærum og geitarskinnum,+ liðu skort, voru aðþrengdir+ og þeim var misþyrmt.+ 38 Heimurinn átti þá ekki skilið. Þeir reikuðu um óbyggðir og fjöll og héldu til í hellum+ og gjótum jarðar.
39 Þó að þeir hafi allir fengið staðfest* að Guð hefði velþóknun á þeim vegna trúar þeirra fengu þeir ekki að sjá loforðið rætast 40 því að Guð hafði eitthvað betra í huga fyrir okkur:+ Þeir yrðu ekki fullkomnir án okkar.